Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 96
músarrindils afgangs ónd
einni við hann jóku.
Lýkur svo erindum þessum:
Svona dróst um síð á legg
hann Siggi þeirra i Nesi.
Guðmundur fóðraði fénað sinn allra manna bezt.
Eitt vor þegar prestslambið1 2 3) kom ágætlega alið
heim frá Illugastöðum, var það einkennilega skrúð-
bundið. Var það leyst upp og kom þar innan úr
sálmur með yfirskriftinni
Horgemlingurinn (4. vísu vantar).
1. Hér kemur, síra Sigfús minn,
svipurinn eftir gemlinginn,
prestslamb, fóðraðan frá mér,
meö skauti þessu skrúðbundinn,
skarpholda’ og léttur á sér.
2. Hann löðrar nú í lús og geit
og lýtum fleirum, sem eg veit
viðurstyggð verstu gefa.
Öll hans vanæruverðugheit
vinnst eg ei til aö bréfa.
3. Horvilsan báðum augum úr,’)
úldin kleprandi græn og súr,
rær um rotvanga hvita.
Sem nývakinn af dauðadúr
draugur, úr garði að líta.
5. Svona’ eiga menn að halda hest,*)
helzt fyrir góðan sóknarprest,
styrkja hans gagn og styðja.
Hver sér gerir tii fremdar flest,
forláts þarf sizt að biðja.
1) Áöur átti hver sókDarbóndi að fóðra lamb fyrir sóknarprest-
inn; voru þau kölluð prestlömb.
2) Pjóðtrúin gamla lýsti draugunum, uppvakningunum, með
slepju á andliti, sem sá varð að sleikja, sem vakti upp drauginn.
3) Prestlambafóðrin áttu að vera endurgjald fyrir reiðhestseldi
prestsins.
(92)