Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Side 103

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Side 103
átti 4. hvert ár aö vera hlaupár, og þannig er hlaup- ársöldin til komin. Pegar á fremstu síðu almanaks- ins er sagt t. d., að það ár sé 1. ár eftir hlaupár, þá er það hið sama sem sagt væri, að það væri 2. ár í hlaupársöld. Upphaf hlaupársaldar var stundum talið á hlaupársdegi, 25. febrúar, en venjulega á nýársdegi næsta á undan. Með nýja stýl, sem lögleiddur var hér árið 1700, ruglaðist þetta rím, því að þá voru felldir niður 3 hlaupársdagar á hverjum 400 árum. Arin 1800 og 1900 voru eigi hlaupár, heldur 5. árin í hlaupársöld, og varð þá að telja 8 ár í þeirri öld. Sólaröld eða sólartalsöld, hún nefndist einnig 28 vetra öld, af því að hún náði yflr 28 ár. 7 hlaupárs- aldir eru í sólaröld, en hver hlaupársöld er 4 sinn- um 52 vikur og 5 dagar um fram. Þessir 5 aukadagar verða á 7 hlaupársöldum eða sólaröld að 5 vikum; stendur því eins á vikudegi við upphaf hverrar sól- araldar. Sumir töldu, að sólaröld byrjaði 25. febrúar i hlaupári (hlaupársdag), en sumir í byrjun mars, en það skipti litlu máli, hvort heldur var gert, því að sólaraldirnar voru einkum til þess notaðar að vita, á hvern vikudag hinn fyrsta dag hvers mánað- ar bar, og var öldin því svo að segja aldrei notuð á tímabilinu frá 25. febrúar til febrúarloka. Á 13. öld og síðar varð það nær almenn venja hér á landi, að sólaröldin hófst 1. janúar, eða tveim mánuðum fyrr en áður var sagt. Samt hefir það valdið nokk- urura ruglingí, að sólaraldamótin voru tvenn. Sólar- öld var enn fremur nefnd konkúrrentisöld. Tunglöld er 19 ár; hún byggist á reglu Metons (432 f. Kr.), að tungl komi sama dag á árinu með 19 ára bili. Pað þarf því ekki annaö en að vita tunglkomur á 19 árum, til þess að geta sagt um tunglkomur á næstu 19 árum, o. s. frv. Regla þessi er ekki alveg nákvæm, en var notuð i gamla stýl, og um langan aldur var algerlega trúað því, að hún væri hárrétt. Onnur nöfn yfir 19 ára bil eru: tungltalsöld, nítján (99)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.