Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 103
átti 4. hvert ár aö vera hlaupár, og þannig er hlaup-
ársöldin til komin. Pegar á fremstu síðu almanaks-
ins er sagt t. d., að það ár sé 1. ár eftir hlaupár, þá
er það hið sama sem sagt væri, að það væri 2. ár í
hlaupársöld. Upphaf hlaupársaldar var stundum talið
á hlaupársdegi, 25. febrúar, en venjulega á nýársdegi
næsta á undan. Með nýja stýl, sem lögleiddur var
hér árið 1700, ruglaðist þetta rím, því að þá voru
felldir niður 3 hlaupársdagar á hverjum 400 árum.
Arin 1800 og 1900 voru eigi hlaupár, heldur 5. árin í
hlaupársöld, og varð þá að telja 8 ár í þeirri öld.
Sólaröld eða sólartalsöld, hún nefndist einnig 28
vetra öld, af því að hún náði yflr 28 ár. 7 hlaupárs-
aldir eru í sólaröld, en hver hlaupársöld er 4 sinn-
um 52 vikur og 5 dagar um fram. Þessir 5 aukadagar
verða á 7 hlaupársöldum eða sólaröld að 5 vikum;
stendur því eins á vikudegi við upphaf hverrar sól-
araldar. Sumir töldu, að sólaröld byrjaði 25. febrúar
i hlaupári (hlaupársdag), en sumir í byrjun mars,
en það skipti litlu máli, hvort heldur var gert, því
að sólaraldirnar voru einkum til þess notaðar að
vita, á hvern vikudag hinn fyrsta dag hvers mánað-
ar bar, og var öldin því svo að segja aldrei notuð á
tímabilinu frá 25. febrúar til febrúarloka. Á 13. öld
og síðar varð það nær almenn venja hér á landi,
að sólaröldin hófst 1. janúar, eða tveim mánuðum
fyrr en áður var sagt. Samt hefir það valdið nokk-
urura ruglingí, að sólaraldamótin voru tvenn. Sólar-
öld var enn fremur nefnd konkúrrentisöld.
Tunglöld er 19 ár; hún byggist á reglu Metons (432
f. Kr.), að tungl komi sama dag á árinu með 19 ára
bili. Pað þarf því ekki annaö en að vita tunglkomur
á 19 árum, til þess að geta sagt um tunglkomur á
næstu 19 árum, o. s. frv. Regla þessi er ekki alveg
nákvæm, en var notuð i gamla stýl, og um langan
aldur var algerlega trúað því, að hún væri hárrétt.
Onnur nöfn yfir 19 ára bil eru: tungltalsöld, nítján
(99)