Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 101
í eldhúsið, grípur pottinn af hlóðunum og hellir öllu
á gólfið. Kom Auðbjörg að í þessu og bað guð að
hjálpa honum að fara svo með kjötið og flotið, sem
ætlað var lil páskanna; gleymdi hún pá, að hún sat
enn í föstunni og skyldi pví nefna petta klauflax og
afrás. Var Guðmundur pá glaður yfir sigrinum og
kastaði fram vísu þessari:
Sitja i föstu fyrir sér hét
fegurst liljan spanga,
en fleipraði bæði flot og kjöt
á föstudaginn langa.
Á síðari árum Guðmundar bjuggu á Ásbjarnarstöð-
um Jón Oddsson og Rósa Jóelsdóttir. Var Rósa systir
Auðbjargar á Illugastöðum. Voru pau mjög fátæk.
Eina dóttur áttu pau, sem Guðrún hét. Fekk hún
ætíð að vera á Illugastöðum ájólum og sumardaginn
fyrsta. Sagði hún svo á efri árum sínum, að sér
hefði pótt vænna um Illugastaðahjón en foreldra
sína, hvað pá aðra. Guðmundur var fámæltur um
vináttuj< sína og Gunnu litlu, eins og flest annað, en
það varð ekki dulið, að ætíð gaf hann henni eitt-
hvað, er hún kom í kynnisferð að Iliugastöðum. Eitt
sinn lá í norðanhríðum fyrir jólin, svo að Gunna
komjVekkFá Porláksmessu, eins og hún var vön, og
á aöfangadaginn var hríðar-jagandi af norðri. Leið
svo fram á daginn, og var fólkið á Illugastöðum
orðið pví afhuga, að Gunna kæmi i þessu veðri.
Guðmundur gekk um gólf, raulaði vísu og var pung-
búinn. Leit hann öðru hvoru út um baðstofuglugg-
ann, sem vissi i áttina til Gunnu. Loks í rökkur-
byrjun[kom Jón Oddsson með poka á bakinu, en
upp úr ponanum kom Gunna litla. Hófust þá brúnirn-
ar Guðmundar, og kastaði hann pá fram vísu pessari;
Pó að gjólan blási brýn,
byrgi sól og freki pin,
mörkin kjóla, kostum fín,
kemur Jóla-Gunna mín.
(97)
7