Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 64
son á Hurðarbaki í Hálsasveit, fyrrum bóndi á
Háafelli í Hvitársíðu. — Piltur í Mjóafirði var á
gangi fram með sjó, er snjóhengja brast og setti
hann í sjóinn og drukknaði hann.
Nóv. 2. Dó Jón Jörundsson bóndi á Reykjanesi við
Reykjafiörð, 77 ára.
— 4. Dó Hrafnkell Einarsson stúdent í Alland-heilsu-
hæli í Austurríki, fæddur 18/s 1905.
— 6. Dó Kristján Kristjánsson héraðslæknir á Seyðis-
firði, fæddur 16/s 1870.
— 9. Kviknaði í húsi við Spítalastíg í Rvík og urðu
par allmiklar skemmdir á vörum.
— 15. Dó Sigríður Jóhannsdóttir ungfrú í Rvík.
— 16. Dó Helgi Einarsson Zoéga kaupmaður í Rvik,
fæddur 26/t 1871.
— 17. Dóu Guðrún Pálsdóttir í Rvík, ekkja frá Svína-
vatni, 88 ára, og Árni Porsteinn Zakaríasson í Rvík
fyrrum vegaverkstjóri, fæddur 17/s 1860.
— 24. Strandaði hjá Arnarstapa á Snæfellsnesi, vél-
skip, Aldan, frá Vestmannaeyjum. Mannbjörg varð.
— 28. Var Johannes Roeskov, garðyrkjumaður dansk-
ur, í Mosfellssveit, að ganga til rjúpna, en datt, og
varð fyrir skotum úr byssu sinni og særðist svo,
að hann dó af nokkuru síðar. Hann var 32 ára.
— 29. Dó Magnús Gunnlaugsson Rlöndal í Rvík, fyrr-
um kaupmaður, fæddur 7/» 1862. — Stýrimaður á
botnvörpungi, Leikni, dó af slysi, á Patreksfirði.
Hét Ásgeir Jóhannsson.
— 30. Brann íbúðarhús á Hliði á Alftanesi. Innan-
stokksmunum varð bjargað.
í nóv. sökk við Langanes norskt skip, Jarlstein.
Fyrsti vjelstjóri drukknaði.
Des. 3. Dó Guðrún Sveinungadóttir, ekkja í Otto í
Manitoba, 95 ára.
— 7. Dó Ólafur Finnsson bóndi á Fellsenda í Dala-
sýslu, fæddur 7/t 1851.
(60)