Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Blaðsíða 77
Hinar elztu veðurathuganir, sem vísindalegt gildi
hafa og hægt er að bera saman við athuganir vorra
daga, hófust ekki fyrr en á 18. öld, að tekizt hafði
að gera áhöld til að mæla þrýstingu og hitastig lopts-
ins. Nú tóku hinar nýju stofnanir að koma á reglu-
bundnum veðurathugunum svo víða sem ástæður
leyfðu I landi hverju og rannsaka loptslag og árferði
með þvi að reikna meðaltöl af margra ára athugun-
um. Flestar rannsóknir og nýmæli í veðurfræði eru
runnin frá stofnunum þessum og starfsmönnum
þeirra. A síðari árum hefir verið lögð sérstök stund
á veðurathuganir frá hærri sviðum í lopthjúpnum.
A háum fjallatindum hafa verið reistar veðurstöðvar
til að rannsaka loptstrauma og hitafar árið um kring.
Margir veðurfræðingar hafa hætt lífi sínu með því
að fara í loptförum sem hæst í lopt upp, til þess að
rannsaka, hvernig þar væri háttað. Flugdreka má
senda nokkur þúsund metra upp í loptið og láta þá
bera sjálfritandi mælitæki, sem segja frá hita, raka
og þrýstingu í upploptinu. Hæst hafa menn komizt
11 km. yfir jörðu i loptfari (þarvar 42 stiga frost), en
flugdrekar hafa verið sendir um 7 km. upp í loptið.
— Loks hafa flugvélar á siðustu árum reynzt af-
bragðs-tæki til loptrannsókna. Bæði geta þær borið
mælitæki eftir vild og svo getur sérstakur athugari
fylgt með til þess að athuga það, sem fyrir augun ber,
svo sem ský og úrkomu. Hafa athuganir þessar haft
geysimikla þýðingu fyrir veðurvísindin, og eru í raun
og veru ómissandi liður i athuganakerfi hvers lands,
til þess að gera hægara fyrir með veðurspár og efla
gildi þeirra.
Eftir því sem símalínum fjölgaði, óx veðurspánum
einnig fiskur um hrygg. Fleiri og fleiri veðurstöðvar
sendu daglegar veðurfregnir simleiðis til aðalstöðv-
anna. Samtök voru gerð til þess að senda veður-
fregnir landa á milli, því að veðrið lætur landamæri
alls ekki tefja sigl Aðstaðan til þess að segja fyrir
(73)