Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 19
að umræður um Sjálfstæðis-nafnið hefðu staðið lengi yfir
meðal margra manna, en þær hafa þá farið einkennilega
hljótt, fyrst nafnið er hvorki nefnt á þingflokksfundi 18.
mars né landsfundi 4.-6. apríl.
Almennt um landsfundinn 1929.
Ekki fer á milli mála, að landsfundur
Ihaldsflokksins í apríl 1929 var stórviðburður á
landsmælikvarða. Heimildir frá þessum tíma bera þess
glöggt vitni, og hann varð mjög minnisstæður öllum, er
hann sátu.
Morgunblaðið skýrir svo frá fimmtudaginn 4.
apríl 1929, að undanfarna daga hafi allmargir
flokksmenn Ihaldsflokksins verið að koma til bæjarins,
til þess að sitja Landsfund flokksins, og enn sé von á
fleirum. Sökum þess, hve húsrúm í Varðarhúsinu við
Kalkofnsveg sé tiltölulega lítið miðað við áhuga á
fundarsókn, verði að takmarka aðgang bæjarbúa að fundi
þessum, og því verði þar eigi aðrir bæjarmenn en þeir,
sem tilnefndir hafa verið af Reykjavíkurfélögum
flokksins tveimur, Verði og Heimdalli.
Dr. Magnús Jónsson segir svo í áðumefndu riti
sínu:
„I lok marsmánaðar (30. mars) var með
auglýsingu boðað til landsfundar íhaldsflokksins. Hafði
oft verið um það rætt, að nauðsyn væri að reyna að ná
saman slíkum fundi, þar sem flokksmenn af öllu landinu
gætu hitzt og rætt sameiginleg áhugamál sín og flokksins.
Þessi landsfundur var þó ekki, eins og síðar varð,
fulltrúafundur, heldur voru flokksmenn almennt hvattir
til þess að koma, og valinn tími, þegar vel stóð á
2
17