Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 48
er fyrsta undirstaðan, verður að koma gætilega notað
lánsfé eða gjafafé, meðan atvinnvegurinn getur ekki
sjálfur skilað þeim arði, sem þarf til að byggja hann upp.
Togaraútgerðin í Reykjavík og Hafnarfirði mun mega
teljast hafa flest einkenni blómans af núverandi
atvinnuvegum landsins. Þar er mikil framleiðsla, verðið
orðið lágt, ekki vegna þess, að varan sé léleg, heldur af
eðlilegri ástæðu mikils framboðs, kaupgjaldið hátt, en
um fjórða einkennið, ágóðann, er mikils áfátt. Hann er
misjafn, og liggur það í eðli atvinnunnar, og að meðaltali
er hann alltof lítill, sem lýsir sér greinilega í því, að
gömlu skipin eru ekki endurnýjuð svo fljótt sem þyrfti,
og í stað aukningar undanfarinna ára, sem byggð var að
miklu leyti á lánsfé, er nú komin kyrrstaða.
Nauðsyn efnaaukningar.
Hér að framan hefir verið vikið stuttlega að því,
hver nauðsyn það er fyrir efnahagsstarfsemina, að
stofnfjármunir atvinnufyrirtækjanna endumýist og
aukist. An þessarar fjármunaaukningar getur
framleiðslan ekki aukizt í áttina til betri fullnægingar á
neyzluþörfun mannanna yfir höfuð, kaupgjald
mannanna, sem atvinnuna stunda, ekki aukizt, yfir höfuð
engin veruleg umbót orðið á lífskjörum mannanna. En
hér við bætist svo hörð krafa úr annarri átt um sams
konar efnaaukningu. Fólkinu fjölgar stöðugt. Hér á
landi bætast nú við árlega eitthvað um 1000 frumvaxta
ungmenni umfram þá, sem falla frá eða hætta störfum
vegna vanheilsu eða elli. Það er þess vegna engan
veginn nóg að auka eignirnar í landinu árlega svo sem
þarf til sómasamlegra umbóta á atvinnuskilyrðum og
aðbúnaði þess fólksfjölda, sem fyrir er. Þar að auki þarf
46