Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 41
þau af framleiðslufyrirtækjum heimsins, sem fást við
framleiðslu stofnfjármuna, ættu ekki að fá neitt verð eða
endurgjald fyrir framleiðslu sína. Afleiðingin yrði
auðvitað sú, að allir hættu að framleiða stofnfjármuni, en
vildu eingöngu framleiða neyzluvörur. Þegar svo
atvinnufyrirtæki þeirra væru útslitin, þá fengjust þau ekki
endurnýjuð, af því að allir væru hættir að framleiða þau.
Þá mundi framleiðslan á neyzluvörum verða að stöðvast
líka og mannkynið að hverfa til síns upprunalega ástands
- hver fjölskylda verða að bjargast af eigin aflaföngum
beinlínis. Þess vegna getur þessi kenning ekki staðizt.
2. Vinnan. Öllum er ljós sú aðstaða vinnunnar til
framleiðslunnar, að vinnan er nauðsynlegur þáttur í
hverri framleiðslu og að kaupgjald fyrir þá vinnu verður
að greiða af afrakstri framleiðslunnar. Ef litið er einhliða
á þessa afstöðu, þá felur hún í sér hvöt fyrir eiganda
fyrirtækisins til þess að halda kaupgjaldinu í heild sem
lægstu. Til þess eru venjulega tvær leiðir fyrir hendi.
Önnur er sú að halda kaupgjaldi hvers einstaks
verkamanns sem lægstu. Hin er sú að haga
vinnubrögðum þannig, að komizt verði af með sem fæst
fólk. Verklegar framfarir síðustu ára hafa vísað mönnum
greinilega inn á hina síðarnefndu braut. Aður en vikið er
nánar að því, er rétt að geta þess, að starfsmennirnir
standa einnig í annarri aðstöðu til framleiðslunnar en
þeirri að taka kaup hjá því fyrirtæki, sem þeir starfa við.
Þeir eru einnig neytendur og þar með skiptavinir eða
afurðakaupendur allra þeirra fyirirtækja, sem framleiða
einhverjar þær vörur, sem slíkir starfsmenn girnast og
geta veitt sér. Nú eru verkamenn og starfsmenn með
skylduliði sínu langfjölmennasti hluti flestra þjóða. Það
39