Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 63
Sameining flokkanna var skammt undan, því að
snemma í maí er fjallað um það í þingflokki
íhaldsmanna, hver verða skuli formaður hins væntanlega,
nýja flokks.
Félag frjálslyndra manna í Reykjavík hélt fund
um sameininguna 24. maí, og urðu deilur þar mjög
harðar. Tillaga var borin frarn um að hafna sameiningu.
Hún var felld með 26 atkvæðum gegn 16. Bjarni
Benediktsson, stud. jur., var fundarstjóri og úrskurðaði
hann, að úrslit atkvæðagreiðslunnar jafngiltu samþykki
við sameiningu.
Daginn eftir 25. maí 1929, var Sjálfstæðis-
flokkurinn stofnaður og þessi yfirlýsing gefin út:
„Það hefir orðið að samkomulagi milli
þingmanna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins að
ganga saman í einn flokk, er vér nefnum
SJÁLFSTÆÐISFLOKK.
Aðalstefnumál flokksins eru þessi:
1. Að vinna að því og undirbúa það, að ísland taki
að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins
til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára
samningstímabil sambandslaganna er á enda.
2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og
þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis
og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Flokkurinn hefur fyrirfram tryggt sér stuðning
fjölmargra áhrifamanna utan þings úr Frjálslynda
flokknum og íhaldsflokknum og leyfir sér að óska eftir,
að þeir kjósendur úr báðum flokkum, sem ekki hefur enn
náðst til, vilji veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn.
Málefnum flokksins milli þinga stýrir sjö manna
miðstjóm, og skipa hana þeir: Jakob Möller,
61