Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 15
nauðsynlega sameiningu og stofnun nýs
stjórnmálaflokks. Ríkisstjórn Framsóknar, sem flestu
réði nú í landinu og tók upp nýja stjórnarhætti á mörgum
sviðum, sá líka til þess, að menn þjöppuðu sér saman
gegn ægivaldi hennar og einræðistilhneigingum.
Nefnt skal dæmi um hug margra í þessum
efnum. Á árinu 1928 tóku þrír ungir menn úr þremur
áttum sig saman, gengu á fund formanns Ihaldstlokksins,
Jóns verkfræðings og alþingismanns Þorlákssonar, og
lögðu fast að honum að beita sér fyrir sameiningu. Fyrir
þeim fór Torfi Hjartarson, en hann var þá utan flokka.
Torfi hafði áður fylgt „þversum”-armi
Sjálfstæðisflokksins gamla að málum, svo sem gert hafði
faðir hans, Hjörtur bóndi og alþingismaður Snorrasonar í
Amarholti í Stafholtstungum. Helstu forkólfar
Frjálslynda flokksins höfðu fyrrum verið í „þversum”-
arminum. Af ýmsum ástæðum gat Torfi ekki hugsað sér
að ganga í „Frelsisherinn”, eins og sumir kölluðu
Frjálslynda flokkinn, þótt vinir hans og skoðanabræður
að flestu leyti, eins og Pétur Benediktsson, reyndu að fá
hann í flokkinn. Með Torfa í förinni til Jóns voru þeir
Carl D. Tulinius úr Frjálslynda flokknum og Pálmi
Jónsson úr íhaldsflokknum. Þessir þrír ungu menn gátu
því kallast eins konar óopinberir fulltrúar þriggja hópa,
sem greindi lítt eða ekki á um hin mikilsverðustu mál í
pólitík. Þeir álitu óráðlegt að dreifa kröftunum og þrýstu
þess vegna á forystumenn um sameiningu. Forn þykkja
og óleystir sálarhnútar frá fyrri erjum í brjóstum gamalla
stjórnmálaforingja ættu ekki að trufla eðlilegt samstarf í
landsmálum. Þetta var álit margra ungra manna, sem
ekki voru rígskorðaðir í gömlum skoðanavirkjum
langvinnrar og harðvítugrar en um margt úreltrar
13