Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 25
Milli fátæktar og bjargálna.
Undir lok 18. aldar var svo mikil örbirgð ríkjandi
á íslandi, að þess eru líklega naumast dæmi, að hvítur
þjóðflokkur hafi sokkið svo djúpt í fátækt og líkamlegan
vesaldóm og lifað þó af. Nú eru miklar breytingar
orðnar á þessu. Þó eru Islendingar ennþá meðal
fátækustu þjóða, en efnaaukningin er talsvert mikil í
góðum árum, og skilyrði til vaxandi velmegunar eru því
fyrir hendi. Hins vegar hafa komið upp í landinu ýmsar
skoðanir og kenningar á þjóðmálasviðinu hin síðari árin,
sem eru beinlínis hættulegar fyrir velmegun þjóðarinnar.
Skoðanir þessar eru byggðar jöfnum höndum á
vanþekkingu eða misskilningi um hin ríkjandi lögmál
efnahagsstarfseminnar og á löngun til þess að „slá sér
upp” með því að boða eitthvað nýtt, sem auðveldlega fær
nokkra fylgismenn, meðan reynslan er ófengin og
gallamir því ekki komnir í ljós.
Löggjöf og þjóðmálastarfsemi grípur nú á tímum
svo mjög inn í alla efnahagsstarfsemi þjóðanna, að það er
öldungis nauðsynlegt hverjum manni, sem á með
atkvæði sínu að taka þátt í ákvörðunum um landsmál, að
bera nokkurt skyn á grundvallaratriði þau, sem efnaleg
afkoma veltur á. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt hér á
landi, eins og nú stendur á, meðan þjóðin er á hinni
erfiðu leið úr fátækt í bjargálnir. Engar skoðanir, sem
hrekja eða tæla þjóðina út af þeirri leið, mega fá yfirhönd
í þjóðfélaginu. Þjóðin verður að varast villigöturnar,
bera kennsl á þau leiðarmörk, sem vísa rétta veginn frá
örbirgðinni til velgengninnar. I þetta sinn ætla ég að
gjöra tilraun til að vísa á fáein af þessum leiðarmörkum
og vara við nokkrum af villigötunum.
23