Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 16
stjórnmálaþrætu og persónuhaturs, eins og sumir hinna
eldri manna.
Seint um veturinn og vorið 1929 var svo komið, að
flestir voru farnir að telja sameiningu líklega og á næstu
grösum, strandaði ekki á persónulegum deiluefnum, svo
sem því, hver verða skyldi fyrsti formaður hins nýja
flokks. Þá sem jafnan gat gömul óvild og ógróið
öfundarsár hindrað eðlilega framrás nýrrar skipunar í
stjórnmálum. Svo er að sjá, að ýmsir íhaldsmenn hafi nú
viljað láta breyta nafni flokksins, ekki einungis af
fyrrnefndri ástæðu; þ.e. að það væri villandi og
fráfælandi; heldur einnig í því skyni, að það mætti verða
til þess að liðka fyrir sameiningu. Sumir þeirra munu líka
hafa haft í huga, að hið nýja nafn gæti flutzt yfir á hinn
nýja flokk, og hefur það því væntanlega átt að vera
aðlaðandi fyrir fylgismenn Frjálslynda flokksins.
Olíklegt má þykja, að slíkt hafi verið fýsilegt fyrir
Frjálslynda, því að þá væri eins og þeir gæfust upp og
gengju í Ihaldsflokkinn, þótt nýtt nafn bæri, í stað þess að
sameinast honum á jafnréttisgrundvelli að þessu leyti
undir nýju heiti, ákveðnu af báðum aðilum sameiginlega.
Helst mætti ætla , að þeir hefðu getað sætt sig við heitið
„Sjálfstæðisflokk” af sögulegum og tilfinningalegum
ástæðum. Margir forystumanna Frjálslyndra komu úr
Sjálfstæðisflokknum gamla, eins og fyrr sagði, svo að
þeim var nafnið kært. Þá hefði líka getað litið svo út sem
þeir hefðu komið með nafnið og haft að minnsta kosti sitt
fram að því leyti í samningum um sameiningu. Þar með
hefði að hluta verið breitt yfir þá staðreynd, að í raun
mátti segja, að Frjálslyndi flokkurinn, mestöllu fylgi
rúinn, væri að ganga í íhaldsflokkinn, er gaf lítið sem
ekkert eftir nema nafnið á sjálfum sér, - en það var
14