Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 35
viðskipta - leita eftir hagnaði fyrir sjálfan sig með því að
fullnægja sem bezt þörfum annarra.
Hugsum oss nú, að frjáls samkeppni í verzlun
komist á einhverjum stað ekki að. Ástæðurnar geta verið
ýmsar, setjum t.d., að byggðarlag sé svo afskekkt, að það
verði að búa við sína verzlun út af fyrir sig, og svo
fámennt, að ekki geti þrifizt nema ein verzlun, eða að
allir íbúarnir séu bundnir á skuldaklafa hjá einni verzlun
og hafi ekki lengur frjálsræði til að færa viðskipti sín frá
henni. f>á þarf kaupmaðurinn ekki lengur að haga
verzlunarrekstrinum með hagsmuni viðskiptamannanna
fyrir augum. Sinna hagsmuna vegna þarf hann aðeins að
gæta tvenns: Að hafa álagninguna nógu mikla og þess að
ástandið breytist ekki svo, að keppinautur komist að.
Sjálfsagt má finna dæmi þess, að slík verzlun hafi ekki
misnotað aðstöðu sína. En hin dæmin eru því miður
margfalt fleiri, sem sýna, að úr þessu verður vond
verzlun, óbærileg viðskiptakúgun fyrir skiptavinina og
stundum, en ekki ávallt fjársöfnun hjá verzluninni.
Líklega er það helzt tvennt, sem glepur þeim
mönnum sýn, er ekki kannast við nauðsyn frjálsrar
samkeppni. Annað er það, að til eru svæði í strjálbyggð
lands vors, þar sem hún getur ekki notið sína vegna
þrengsla. Viðskiptamagnið í heild má ekki fara niður úr
lágmarki nokkru, til þess að samkeppni þrífist. Alveg
eins er þetta á íþróttavellinum. keppendur þurfa að hafa
svigrúm. Ef stofnað er til kapphlaupa í þröngri kví, verða
úr því hrindingar. Alveg eins er með verzlun. Komi
önnur verzlun, þar sem ein er fyrir og ekki verkefni nema
fyrir eina, er hætt við, að reglur samkeppninnar verði
brotnar. Þetta er einn af göllunum við það að búa í
fámennu og afskekktu byggðarlagi, en það er ekki sök
3
33