Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 53
lækkun kaupgjalds, vegna þess að fé skortir í atvinnutæki
og aðra stofnfjármuni handa viðauka fólksfjöldans.
Skattamál má athuga og ræða frá ýmsu öðru
sjónarmiði en þessu, þótt rúmið leyfi það ekki í þetta
sinn. En ég get ekki stillt mig um að segja frá einum
atburði, sem sýnir það, að rétt tilfinning í þessu efni er
ekki útdauð ennþá í sveitunum, þótt kenningar sósíalista
hafi fengið of mikil áhrif á hugsunarháttinn í
kaupstöðunum.
Lögin um tekju- og eignaskatt skylda sérhvern
mann til þess að greiða skatt í ríkissjóð af tekjum sínum
eftir settum reglum. Atvinnurekandi má þó draga beinan
rekstrarkostnað við atvinnuna frá heildartekjum sínum,
en hann má ekki draga kostnað við aukningu eða
umbætur atvinnutækja sinna frá, hversu nauðsynlegt sem
það hefir verið að leggja í þann kostnað. Þannig má
bóndi draga tilkostnað við fólkshald til búrekstrar frá
tekjum sínum, en hann má ekki draga tilkostnað við
jarðabætur frá tekjunum. Lögin líta svo á, að sá bóndi,
sem getur kostað jarðabætur af afrakstri búskaparins, hafi
haft hreinar skattskyldar tekjur sem verðmæti
jarðabótarinnar nemur, og þau heimta nokkuð af þeirri
upphæð í ríkissjóð. Alveg sama gildir gagnvart
umbótum annarra atvinnurekenda á atvinnutækjum
sínum. Utvegsmaður, sem þarf nauðsynlega að byggja
skúr yfir aflann, fær ekki að hafa þá upphæð skattfrjálsa,
sem til þess þarf, iðnaðarmaður, sem nauðsynlega þarf að
fá sér smiðatól eða vinnuvél, fær ekki heldur að hafa þá
upphæð skattfrjálsa, sem til þess þarf o.s.frv.
Eitthvað tveim árum eftir að byrjað var að
framkvæma þessa löggjöf, barst fjármálaráðuneytinu
umkvörtun frá formanni einnar skattanefndar á
Suðurlandi um það, að það hlyti að vera eitthvað bogið
51