Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 12
— * —
Tvær ástæður voru fyrir því, að ýmsir vildu láta
skipta um heiti á íhaldsflokknum. Þær voru þessar:
Fyrri ástæðan fyrir nafnbreytingu.
Allt frá því, að íhaldsflokkurinn var stofnaður
24. febrúar 1924, hafði ýmsum fylgismönnum hans þótt
nafnið villandi og fráfælandi; jafnvel hvimleitt. Fulltrúar
hans og fylgjendur aðrir urðu að sæta því á
landsmálafundunum að þurfa að verja ræðutíma sínum til
þess að útskýra, að þótt þeir vildu halda í allt gott, svo
sem fomar dyggðir og nýfengið fullveldi og frelsi á
flestum sviðum, svo og í sameiginlegt fé landsmanna,
væru þeir einnig hinir sönnu framfaramenn áræðinnar
athafnakynslóðar nýrra tíma. Einkum þótti ungu fólki
nafnið óþægilegt, því að jafnaldrar þess í hópi
andstæðinga vildu leggja sömu merkingu í orðin íhald og
afturhald. Sá, sem héldi of lengi í, drægist að lokum
aftur úr tímanum og yrði afturhald. Þessu fólki fannst
óviðeigandi og jafnvel óviðunandi að hafa íhald í nafni
baráttuflokks fyrir fullri frelsistöku íslands, þjóðfrelsi,
einstaklingsfrelsi og einkaframtaki, þótt hann hefði verið
stofnaður árið 1924 til þess aðallega að koma á festu og
íhaldssemi í fjármálum þjóðarinnar. Ríkissjóðskassinn
rambaði þá á gjaldþrotsbarmi, og nafn íhaldsflokksins
var valið með hliðsjón af brýnasta verkefninu og
höfuðástæðu myndunar hans: Að koma lagi á landssjóð,
(sem oftast var enn svo nefndur, þótt opinberlega héti
hann ríkissjóður frá 1.12. 1918). En þótt nafnið ætti sér
þannig sögulega réttlætingu, væri þetta liðin tíð, - og
raunar hefði nafnið alltaf verið óheppilegt. Til dæmis
10