Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 46
almennra þarfa, og það sérstaka ætlunarverk sitt að skapa
aðstandendum sínum skilyrði til þess að geta fengið
fullnægingu sinna þarfa. Næsta einkennið liggur ekki
eins í augum uppi og verður auðvitað að takmarkast af
þeirri almennu og sjálfsögðu reglu efnahagslífsins, að sá,
sem hefir sérstaka ástæðu til að gæta einhverra
hagsmuna, verður líka að gjöra það og gjöra það trúlega.
Þessi regla þýðir þess vegna auðvitað ekki það, að
stjórnendur neins fyrirtækis eigi að sækjast eftir því út af
fyrir sig að selja sína vöru sem ódýrast til þess að fá á sig
þetta eina einkenni blómlegs atvinnuvegar. Þeirra er
skyldan að reyna að fá svo hátt verð sem bezt samsvarar
hagsmunum þess fyrirtækis, sem þeir veita forstöðu. En
samt sýnir nú reynslan, að þessi regla er rétt, og það
stafar annars vegar af því, að mikil framleiðsla gjörir það
yfirleitt ávallt mögulegt að selja með hagnaði, þótt
verðið sé lágt. Framleiðslukostnaður í heild vex sem sé
aldrei hlutfallslega við aukningu framleiðslumagns. Sem
dæmi geta menn hugsað sér tímarit. Fái það mikla
útbreiðslu (það er mikil framleiðsla), þá verður það líka
selt ódýrt, og samt getur fyrirtækið haft meiri hagnað
með því móti en með lítilli útbreiðslu og háu verði.
Um þriðja atriðið, hátt kaupgjald, má að
talsverðu leyti segja hið sama og um annað einkennið.
Stjórnendur fyrirtækis verða að sjálfsögðu að gæta
hagsmuna þess, þar á meðal veita nægilegt viðnám gegn
kröfum um kauphækkun. En þar sækja starfsmennimir
á, og reynslan sýnir, að hinn blómlegi atvinnuvegur
greiðir ávallt hlutfallslega hátt kaup, af því að getan til
þess er fyrir hendi. Hátt kaup getur líka átt mikinn þátt í
því að bæta vinnubrögðin (draga að úrvalsmenn)
fyrirtækinu til gagns.
Þá er síðasta einkennið, mikill gróði. Venjulega
44