Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 29

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 29
efnum; það tekur einnig til sérhverrar vinnu, þjónustu eða afreka, sem einstaklingar eða félög geta látið í té. Velgengni verkamannsins byggist á því, að hann láti í té mikla vinnu og að honum takist að finna kaupanda að þeirri vinnu fyrir sem hæst verð, eða með öðrum orðum, að hann vinni sem bezt fyrir aðra. Velgengni kennarans byggist á því, að honum takist vel að kenna öðrum. Velgengni skipafélags, eins og t.d. Eimskipafélagsins, byggist á því, að svo takist að haga siglingum og flutningsgjöldum, að skiptavinirnir feli því fremur en öðrum að annast flutninga fyrir sig. Velgengni kaupmannsins byggist á því, að honum takist svo vel með innkaup á vörum og alla tilhögun á verzlunarrekstri sínum, að skiptavinir safnist að verzlun hans. Og þannig má halda áfram að telja. Alls staðar verður niðurstaðan hin sama. Sá, sem vill leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálfan sig, verður að gjöra það með því fyrst og fremst að leitast við að fullnœgja sem bezt þörfum annarra. - Þetta er fyrsta grundvallarlögmál allrar heilbrigðrar efnahagsstarfsemi í því mannfélagi, sem byggt er á atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Öll efnahagsstarfsemi miðar beint eða óbeint að þvi að framleiða vörur og önnur gæði til neyzlu eða notkunar handa mönnum og að vinna að flutningum og viðskiptum á þessu milli framleiðenda og notenda. Ef allir menn fá á hverjum tíma nægju sína af þeim vörum og gæðum, sem þeir girnast til neyzlu og notkunar, þá líður öllum vel efnalega. Ef sumir geta fengið nægju sína og aðrir ekki, þá verður efnaleg líðan misjöfn. Af þessu verður það ljóst, að fyrsta skilyrðið fyrir almennri efnalegri vellíðan er það, að framleiðslan sé í hverri grein svo mikil, að hún á hverjum tíma nægi handa öllum. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.