Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 70
niðurstaðan, eftir að samkomulag um sameiningu hafði
tekist. I framkvæmdaráð voru kjörnir Jón Þorláksson og
Magnús Guðmundsson frá okkur en Sigurður Eggerz frá
Frjálslynda flokknum. En Jón Þorláksson var kjörinn
formaður þess og þar með hins nýja flokks í heild. - Mun
öllum hafa líkað það vel, nema e.t.v. Jóni Þorlákssyni
sjálfum.
Agreiningur meðal Frjálslyndra.
Ólafur Thors minntist einnig á það í þessari ræðu
sinni, að Frjálslyndi flokkurinn hefði í svipaðan mund og
fyrrgreindur fundur var í þingflokki Ihaldsmanna einnig
haft flokksfund hér í bænum. Hefði allmikill ágreiningur
ríkt þar um sameininguna. Fundarstjóri þar hefði verið
ungur maður, ekki mjög reyndur í stjórnmálum, en
bráðger og hygginn. Tíu til tólf árum síðar hefði einn af
aðalmönnum þessa fundar sagt sér frá því, að ef þessi
ungi fundarstjóri hefði ekki haldið eins hyggilega á
málum og raun bar vitni, hefði sennilega farið svo, að
Frjálslyndi flokkurinn hefði snúist gegn sameiningunni.
Þessi ungi maður var Bjarni Benediktsson, núverandi
varaformaður flokksins, segir Ólafur Thors”.
Skrásettir fundarmenn á landsfundi 1929.
1. Jón Þorláksson, alþm., Reykjavík.
2. Magnús Guðmundsson, alþm., Rvík.
3. Ólafur Thors, alþm., Rvík.
4. Jón Ólafsson, alþm., Rvík.
5. Magnús Jónsson, alþm., Rvík.
6. Björn Kristjánsson, alþm., Rvík.
66