Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 23
félags íhaldsmanna í Seyðisfirði. Magnús Guðmundsson,
alþm., hóf umræður með erindi um samvinnu milli sjávar
og sveita. „Rakti ræðumaður skýrlega, hvernig
flokkaskiptingin væri, og hvemig hún ætti að vera.
Minntist hann að síðustu á samband framsóknarmanna
og jafnaðarmanna og taldi æskilegt, að fulltrúar létu í ljós
skoðun sína á því, hvernig þetta samband væri úti um
land. f>á hófust umræður, og urðu þær í senn
skemmtilegar og fræðandi. Þessir menn töluðu: Jón
Þorláksson, alþm., Gísli Skúlason, prestur á Stóra-
Hrauni, Jón Pálmason, bóndi á Akri, Eggert Levý, bóndi
á Ósum, Þorsteinn Jónsson, Grund, Jón Jóhannesson,
Siglufirði, Skúli Thorarensen, bóndi á Móeiðarhvoli,
Lárus Amórsson, prestur í Miklabæ og Ólafur Thors,
alþm. Snerust umræður aðallega um þær álygar, sem á
Ihaldsflokkinn væru bornar í þeim tilgangi að gera hann
að stéttaflokki í augum manna. Var að lokum samþykkt
að kjósa fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um
starfsemi flokksins í þessu efni”. Eftir uppástungu Jóns
Þorlákssonar voru þessir menn kjömir: Magnús Jónsson,
Borgarnesi, Skúli Thorarensen, Móeiðarhvoli, Hafsteinn
Pétursson, Gunnsteinsstöðum, Gísli Helgason, Skógar-
gerði og Magnús Jónsson, alþm.
Morgunblaðið segir, að eftir hádegi hafi verið
lagt upp í Korpúlfsstaðaför til þess að skoða hin
stórkostlegu mannvirki á stórbýlinu.
3. fundur.
Settur síðdegis sama dag, föstudaginn 5. apríl,
kl. 4:30. Jón Þorláksson setti fundinn og skipaði Sigurð
ritstjóra Kristjánsson fundarstjóra. „Gaf hann þegar
21