Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 51
skattakerfinu. Spurningin verður því ekki um það, hvort
vér eigum að taka allar tekjurnar með tollum af
munaðarvörum eða allar með beinum sköttum. Hvorugt
mundi reynast framkvæmanlegt, og hvort tveggja rnundi
koma óhæfilega misjafnt niður. Spurningin verður
aðeins sú, hvor stefnan sé hollari, að taka sem mest með
munaðarvörutollum eða sem mest með beinum sköttum.
Vér byggjum þá á þeirri niðurstöðu, sem áður
var fengin, að undirstöðuatriði allra efnalegra framfara er
það, að sem minnstur hluti af árlegum afrakstri
efnahagsstarfseminnar í landinu gangi til árlegrar eyðslu
eða neyzlu, en sem mestur hluti verði eftir óeyddur og
verðmætið fest í stofnfjármunum þeim, sem eru
undirstaða aukinnar velmegunar.
Tollar á munaðarvöru og öðrum ónauðsynlegum
vamingi hafa þann auðsæja kost, að þeir draga úr neyzlu
eða notkun þessara hluta. Þar með lækkar sú upphæð,
sem greidd er árlega út úr landinu fyrir slíkan varning, og
jafnmikið hækkar þá sú upphæð, sem eftir verður af
afrakstri framleiðslunnar til efnaaukningar og annarrar
neyzlu. Má efalaust gjöra ráð fyrir, að hið háa verðlag á
þessum vörum, sem orsakast af tollunum, fæli menn frá
talsverðum kaupum á þessum vörum, sem annars mundu
gerast, og að nokkuð af þeim mismun varðveitist til
efnaaukningarinnar. En hér við bætist það, að nokkuð af
tolltekjunum verður að efnaauka fyrir þjóðina í höndum
ríkisins. Af tekjum ríkissjóðs gengur árlega töluverður
hluti (meiri hluti) til neyzlu og eyðslu, en nokkur hluti
gengur til að gjöra nýja vegi, brýr, síma, hús ýmiss
konar, hafnir, bryggjur, vita og annað þess háttar, sem allt
eru nauðsynlegir stofnfjármunir, er þurfa að vera til
afnota fyrir almenning og eru því gjörðir á ríkiskostnað.
Eyðslumaðurinn, sem eyðir öllum tekjum sínum, og
4
49