Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Blaðsíða 56
landbúnaðurinn getur farið að borga hátt kaup, svo að eitt
dæmi sé nefnt.”
Er Jón Þorláksson hafði endað mál sitt, tók orðið
Sigurður Kristjánsson, ritstjóri,en fleiri gátu ekki tekið til
máls sökum tímaskorts. Aður en fundi var slitið gat Jón
Þorláksson þess, „að nefnd sú, er hefði átt að athuga
nafnbreytinguna, hefði þegar komist að ákveðinni
niðurstöðu í málinu. Jón taldi rétt, þó að málið yrði ekki
tekið til umræðu eða úrslita fyrr en á
eftirmiðdagsfundinum, að menn fengju nú til þess tíma
að athuga þau nöfn, sem helst hefði komið til mála. Þau
væru þessi: Frjálsræðisflokkur og Umbótaflokkur. Hann
gat þess jafnhliða, að fyrra nafnið hefði einkum fylgi
nefndarinnar”.
Fundi var slitið kl. 12 á hádegi.
5. fundur.
Var settur kl. 4:30 e.h. laugardaginn 6. apríl í
Varðarhúsinu. Það gerði Jón Þorláksson og nefndi síðan
fundarstjóra Magnús Guðmundsson, alþm.
Ræddar voru og bornar upp til atkvæða sex
tillögur, er fram höfðu komið. Voru þær allar
samþykktar í þeirri mynd, sem hér greinir, með einróma
fylgi fundarmanna:
ÁLYKTANIR
1. Landsfundurinn ályktar að lýsa yfir því, að hann
telur, að af hálfu ríkisins beri að leggja hina mestu
áherslu á samgöngubætur á landi, og hann telur jafnframt
rétt að styðja að því, að Eimskipafjelag Islands umbæti
54