Heilbrigt líf - 01.12.1963, Side 8
Bjarni Konráðsson, læknir:
Solferino 1859
og stofnun Rauða Krossins.
í næstum því 2 mánuði liafa hersveitir Austurríkis-
manna háð látlausar orustur við lið Sardiníumanna, ítala
og bandamanna þeirra, Frakka. 20. júni 1859 kemur
velhúinn ferðalangur til vigstöðvanna. Það er iiinn vell-
auðugi Genfarkaupmaður Jean Henri Dunant, sem ætlar
að ná fundi Napaleons III, Frakkalceisara. Erindi hans
er að fá heimild hjá keisaranum til þess að hyggja korn-
myllur í Alsír.
Hinn ungi kaupmaður var ákveðinn i að ná fundi keis-
arans lnð fyrsta, og 24. júni kom hann til Castilione,
kvöldið eftir liina miklu orustu við Solferino, þar sem
300 þús. hermanna liöfðu háð grimmilega orustu og
um 40 þús. manns lágu í valnum. Svona var þá styrj-
öld! Henri Dunant varð skelfingu lostinn. í fyrstu vissi
hann varla hvert halda skyldi. Hvarvetna ómuðu ang-
istaróp og stunur særðra og deyjandi manna. Dunant
gleymir öllu um lilgang ferðarinnar, myllunum og keis-
aranum og stekkur út úr þægilegum vagninum.
Hann fer þegar að líkna særðum og þjáðum með að-
stoð sjálfboðaliða og liðsinnir rúmlega 1000 særðum
Austurríkismönnum, Frökkum og ítölum á 3 dögum
og gerir ekki upp á milli vina og óvina, — þegar haft
er orð á því við hann er svarið:
„Við erum allir bræður.“
Þessi dagur varð honum örlagaríkur um alla framtið.
Þegar Ilenri kom heim til Genfar, tók hann að starfa
af kappi fyrir glæsilega, fagra hugsjón: Stofnun alþjóð-
legs félagsskapar til hjálpar særðum hermönnum.
6
Heilbrigt líf