Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 13
„Þess er getit, at Halldóra, kona Glúms, kvaddi konur
með sér, — „ok skulum vér binda sár þeirra manna, er
lífvænir eru, ór livárra liði, sem eru.“ Þess er víða í
fornsögum getið, að konur bundu sár manna í orustum.
Svo var Helga, systir Víga-Glúms, snjöll, að hún sótti
Þorvald son sinn, sem talinn var dauður, ók honum á
vagni úr orustunni lieim að Laugalandi og græddi liann.
Hún barg syni sínum, en Halldóra mágkona hennar
gerði meira. í óþökk bónda síns batt hún og lél binda
sár óvígra manna úr beggja liði, og því mun starf henn-
ar fyrsta Rauða Ivross-starfið, sem um getur í íslenzkum
bókmenntum.
Hin víðfræga bók Henri Dunants, Minning frá Solfer-
ino, liafði vakið geysiathygli. Fyrsta útgáfan kom út á
kostnað höfundarins, var ekki seld en send málsmetandi
mönnum, einkum þjóðhöfðingjum og valdamönnum víða
um lönd. Með þessari litlu en átakanlegu bók vann Dunant
fjölda manns fyrir Rauða Kross-liugsjónina. Enda varð
þess skammt að bíða, að Rauði Krossinn yrði stofnaður.
1 Genf var starfandi að velferðar- og mannúðarmálum
fámennur hópur efnaðra og mikilsmetinna manna. Fjórir
þeirra tóku höndum saman við Dunant. Þessir fimm-
menningar komu saman 17. febr. 1863 og tóku djarf-
mannlega ákvörðun: Þeir boðuðu til alþjóðlegrar ráð-
stefnu í Genf dagana 26.—29. okt. sama árs. Fulltrúar
frá 16 ríkjum sóttu ráðstefnuna. Þeir urðu samhuga um
hugmyndir fimmmenninganna og samþykktu að rauður
kross á hvitum grunni skyldi vera verndarmerki lækna,
hjúkrunarliðs og annarra þeirra, sem líknuðu særðum
og sjúkum á vígvöllum. í virðingarskyni við Sviss var
þetta merlci valið, en eins og kunnugt er er fáni Sviss-
lendinga samskonar kross, gerður úr fimm jafnstórum
ferhyrningum, livítur á rauðum grunni.
Næsta stóra sporið var stigið ári síðar. Að tilhlutan
svissnesku ríkisstjórnarinnar komu þá saman í Genf full-
Heilbrigt líf
11