Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 14
trúar 12 ríkisstjórna og gerðu fyrstu Genfarsamþykktina
um réttindi og skyldur þjóða á styrjaldartímum.
Þetta var heimssögulegur atburður, sem mildum Ijóma
hefir varpað yfir nafn Genfar. En borgarbúar veittu hon-
um lilia sem enga athygli. Almennar kosningar stóðu
yfir í borginni og blöðin minntust ekki á þennan mikla
atburð. Nú eru rúmar 90 þjóðir aðilar að Genfarsam-
þykktinni, sem ómetanlega ijlessun liefir færl milljónum
og aftur milljónum manna á styrjaldartímum. Hér var
eilt stærsta spor stigið í mannúðar- og menningarátt.
Draumur stofnanda Rauða Krossins var orðinn að veru-
leika. Síðan hafa nokkrar aðrar Genfarsamþykktir verið
gerðar til viðbótar þessari fyrstu Genfarsamþykkt, hin
önnur 1!)06, hin þriðja árið 192í) og loks hin fjórða árið
1949.
Eftir 1930 var auðsætt að herveldin myndu lcoma sér
upp öflugum flugflotum til hernaðar og að þá vofði yfir
ný og áður óþekkt hætta fyrir óbreytta borgara á hern-
aðartímum. Þess vegna ákvað Alj)j()ða Rauði Krossinn
að boða til ráðstefnu með fulltrúum ríkisstjórna um vernd
hins óbreytta borgara á styrjaldartímum. Árið 1940 var
öllum undirbúningi lokið, en þá var skollin á siðari lieims-
styrjöldin. Ef ný Genfarsamþykkt um þetta liefði verið
gerð áður en þessi styrjöld hófst, árið 1939, liefði miklu
orðið afstýrt af hörmungum þessara 6 stvrjaldarára.
Þegar eftir stríðslokin 1945 tilkynnti Alþjóða Rauði Kross-
inn ríkisstjórnum og R.K.-félögum allra landa, að hafizl
yrði handa um að taka upp þráðinn, sem slitnaði 1939, lil
verndar hinum óbreytta borgara i hernaði, og árið 1949
var loks gerð siðasta Genfarsamþykktin, og voru megin-
atriðin til viðbótar hinum fvrri Genfarsamþykktum þessi:
1. Yiðurkenna skal tvo aðila, Rauða Krossinn og eitt
„verndarríki“, hlutlaust ríki, sem styrjaldaraðili felur
uml)oð sitt, til að annast að halda opnu fréttasambandi
milli fjölskyldna í bernaðarlöndum og til að annast eftir-
lit með aðbúð stríðsfanga.
12
Heilbrigt líf