Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 15
2. Að viðurkenna friðlielgi lækna, hjúkrunarliðs, presta
og annarra fulltrúa trúarbragða, sjúkrahúsa, sjúkravagna.
3. Að viðurkenna friðhelgi þeirra manna, staða og
stöðva, sem löglega bera merki Rauða Krossins.
Fyrsta Genfarsamþykktin, sem gerð var árið 1864, var
heimssögulegur atburður. 12. forystuþjóðir undirskrif-
uðu liana. Þær skuldbundu sig til þess að veita aðstoð til
hjálpar hinum særðu, þær lofuðu að virða friðhelgi karla
og kvenna, sjúkrahúsa og hjálpargagna til líknar hinum
særðu, þær lofuðu að viðurkenna R.K.-fánann sem merki
þeirra er líknarstörf ynnu, þær lofuðu að virða friðhelgi
heimafólks, sem líknaði særðum, og þær lofuðu því, að
eftirleiðis skyldi senda lieim særða menn, sem ófærir
væru til að gegna herþjónustu.
Þetta þykir nú sjálfsagt, en á sinum tíma var þetta
stórmannleg hyrjun. En framkvæmdin var eftir. Myndu
þessar djörfu vonir rætast? Yar liún framkvæmanleg
R.K.dmgsjónin um mannúð, sem áður var óþekkt í hern-
aði?
Menn þurftu elvki lengi að spyrja. Þegar á fyrsta ári
Genfarsamþykktarinnar og ári eftir að R.K. var stofn-
aður, hrautzt út styrjöldin milli Prússa og Dana 1864.
Þau fáu R.K.-félög, sem þá voru stofnuð, voru enn æði
laus i böndum og lítt skipulögð. Samt var reynt að hefjast
lianda og þessi styrjöld varð stórkostfgga lærdómsrík
fyrir Rauða Krossinn. Hún færði forystumönnum lieim
sanninn um það, að stórkostlegt skipulagningarstarf
þyrfti þegar að iiefja, og hún sannfærði þá fyrst og fremst
um það, að stórlega þyrfti að endurbæta og auka lækna-
þjónustu og hjúkrunarhjálp í styrjöldum. Um þetta var
þegar liafizt iianda, og þess vegna var R.K. betur viðbú-
inn hlutverki sínu, þegar stríðið milli Austurríkismanna
og Prússa brautzt út árið 1866.
Nú var fyrir hendi dýrmæt reynsla af hinni stuttu
styrjöld Prússa og Dana. Prússland hafði undirritað
Genfarsamþykktina 1864, en Austurríki ekki. Ilerlækna-
Heilbrigt líj
13