Heilbrigt líf - 01.12.1963, Síða 20
særðir skyldu annaðliveggja fluttir heim til sín eða komið
fyrir til bráðabirgða í Sviss.
Árið 1917 sneri R.K. sér tii ríkisstjórna hernaðarland-
anna og vakli athygli þeirra á þeim erfiðleikum, sem á því
yrðu eftir styrjaldarlokin að flytja milljónir stríðsfang-
anna til heimalanda þeirra aftur. Þessi fyrirhyggja reynd-
ist gagnleg og þörf. I þeirri upplausn, sem fylgdi í kjöl-
far ófriðarins við hrun Þýzkalands, skiptingu Austurríkis
og Ungverjalands og Sovétbyltinguna 1917 urðu þessi
vandamál einhver hin erfiðustu allra þeirra vandamála,
sem upp konni eftir stríðslokin. Á styrjaldarárunum liafði
R.K. safnað óhemjuverðmætum í peningum, hjúkrunar-
vörum, matvælum og' fatnaði, og þar höfðu Bandaríki
Norður-Ameríku lagt fram stórkostlegan skerf. Fylkingar
sjálfboðaliða höfðu starfað á vígvöllunum og að haki víg-
línunnar að líknarstarfi fyrir særða og sjúka, en skerfur
R.K. varð naumast minni, þegar styrjöldinni var loks lok-
ið. Öhemjumikið starf var unnið fyrir flóttafólk, föður-
landslausar fylkingar manna og stríðsfangana. Skipu-
lagsgáfu og stjórnlegum hæfileikum forystumanna R.K.
opnuðust víðar og verkmiklar dyr. Þetta reynist áralangt
starf. Þegar Þjóðabandalagið var komið á íot, höfðu for-
ystumenn þess hið nánasta samstarf við R.K. og fólu hon-
um mikil og margvísleg verkefni, og á vegum hans tók
Norðmaðurinn Friðþjófur Nansen að sér að stjórna heim-
flutningi stríðsfanganna og hlaut mikið frægðarorð af því
starfi.
R.K. var nú kominn langar leiðir úl fyrir það verksvið,
sem Henri Dunanl hafði markað honurn i byrjun. Hann
var orðinn aðili að alþjóðamálum, sem ríkisstjórnir gátu
ekki gengið fram hjá. Og þó átti hann eftir að færa út
kvíarnar enn og verða að máttugustu samtökum heims-
ins til samhjálpar og líknar í öðrum hörmungum mann-
anna en þeim, er styrjaldir valda. Sú hjálp, sem R.K. liefir
veitt bágstöddum mönnum og þjóðum, sem orðið hafa
18
Heilbrigt líf