Heilbrigt líf - 01.12.1963, Side 23
í fyrri heimsstyrjöldinni hafði R.K. komið á stöðugum
eftirlitsferðum í fangabúðir hernaðarlandanna, lil að vaka
yfir því að Genfarsamþykktirnar um meðferð stríðsfanga
væru virtar. Nú var þetta starf tekið upp í stórum stíl,
og þótt mannúðarreglur og Genfarsamþykktir um fanga-
húðir væru viða óskaplega brotnar, er það víst, að þessar
stöðugu eftirlitsferðir fulltrúa R.K. um fangabúðir báru
geysimikinn árangur. Áður en styrjöldinni lauk iaafði
fangabúðunum 8 þúsund sinnum verið lokið upp fyrir
líknandi R.K.-fulltrúum og hjálpin, sem þessir fulltrúar
færðu í fangabúðirnar i matgjöfum, hjúkrunargögnum,
hreinlætisvörum og fatnaði, verður aldrei tölum talin, auk
þeirrar andlegu hjálpar, sem þarna var veitt milljónum
manna í fangabúðunum. Haagsamþykktin frá 1907 og
siðar stríðsfangasamþykktin frá 1929 heimiluðu líknar-
starf j fangabúðum, og þessi heimild var frá byrjun fyrst
og fremst miðuð við R.K. En Iiér var við rainan reip að
draga. Veröldin var tröllriðin liatri og tortryggni. Njósna-
kerfið var hvarvetna í algleymingi. Það var erfitt og
tíðum ógerlegt að fá leyfi styrjaldaraðilanna lil að leyfa
R.K.-fólki af fjandsamlegu þjóðerni að vinna líknarstörf
undir merki R.K. Af þrotlausri varúð gætti R.K. að sjálf-
sögðu hins fyllsta ldutleysis, en tortryggni styrjaldaraðil-
anna gerði liknarstarfið livað eftir annað að engu.
Bögglasendingar að heiman til stríðsfanganna streymdu
til R.K. og starfið var mikið, að annast milligöngu, reyna
að sjá um að sendingarnar, sein fyrst varð að opna lil að
ganga úr skugga um að ekkert óleyfilegt væri j pökkun-
um, kæmust til fanganna. Skip voru höfð í förum, flug-
vélar þutu um loftið, járnbrautarlestir voru leigðar lil að
flytja fæðu, hjúkrunargögn, fatnað og bækur á áfanga-
staðina, auk smáhluta til dægrastyttingar. Þessar send-
ingar námu að lokum um það hil 450 þús. smálestum,
sem jafngildir því, að R.K. hefði annast sendingu á 90
milljónum tíu punda böggla.
Þannig var milljónum manna send huggun og hjálp,
Heilbrigt líf
21