Heilbrigt líf - 01.12.1963, Síða 25
stríösins, kölluðu sífellt á nýtt og nýtt starf, sem hér er
ekki kostur á að rekja í stuttri ritgerð, nema að litlu lejhi.
En í þeim viðsjám milli þjóða og smærri styrjöldum og
blóðugum óeirðum, sem víða urðu á árunum eftir síðari
heimsstyrjöldina, voru R.K. ýmist af öðrum falin eða
hann tók sjálfur upp, liknar- og mannúðarstörf, sem vand-
séð er, hvernig leyst liefðu verið, ef hans liefði ekki not-
ið við.
Áður er minnzt á hjálp R.K. i Grikklandi, en hjálpar-
starfið í Palestínustyrjöldinni varð miklu víðtækara.
Fulltrúar frá Genf fóru óðara þangað austur, til að
freista þess að alþjóðareglur yrðu virtar af háðum aðil-
um. — Öryggissvæði kring um sjúkrahús og hjálpar-
stöðvar fengust viðurkennd af deiluaðilum, umsjón var
höfð með stríðsföngum og óbreyttum borurum veilt mik-
il hjálp. En mesta vandamálið var hjálpin til arabísku
flóttamannanna. I 15 mánuði samfleytt voru lnindruð
þúsunda þeirra algerlega á vegum R.K. og efnaleg hjálp
að mestu komin frá Sameinuðu þjóðunum, nam um það
])il hálfum öðrum milljarð ísl. króna.
Þá var mikið unnið í Asíu, i Indókína, Indónesíu,
Burma og Malayaríkjasambandinu. I þeim erfiðleikum
sem fylgdu i kjölfar þess, að Indland gerðist sjálfstætt og
Pakistan var stofnað, þurfti að liugsa um liðsinni til
milljóna flóttafólks. í Bengal varð mikil neyð meðal
flóttafólks,' og R.K. dreifði meðal þeirra miklu magni
hjúkrunargagna og kom upp mörgum sjúkrahúsum,
einkum fyrir börn.
Kóreustyrjöldin brauzt út og R.K. var þcgar á verðin-
um. Því miður fékk hann ekki notið sín í Norður-Kóreu,
en i Suður-Kóreu var fjöldi sjálfboðaliða starfandi og
geysifjármagni varið til hjálpar særðu og sveltandi fólki,
bæði hermönnum og óbreyttum borgurum.
Þegar Súezdeilan kom upp árið 1956 liafði R.K. í fyrsta
sinn tækifæri iil að starfa að fullu eftir Genfarsamþykkt-
inni síðustu frá 1949, og starfið fyrir stríðsfanga og særða
Heilbrifft líf
23