Heilbrigt líf - 01.12.1963, Side 27
árangri. Fjölmargar skipulagðar heimsóknir voru gerðar
lil pólitískra fanga víðsvegar um landið. ()g fulltrúum
R.K. tókst að fá fjölmarga leysta úr fangabúðum og fang-
elsum. Eu þýðingarmesta starfið, var unnið að hjúkrunar-
og læknamálum. Mörg sjúkrahús urðu skyndi'lega læknis-
laus, þegar tfelgar hurfu unnvörpum úr Kongó, og' víða
ríkti fullkomin neyð í sjúkrahúsunum. Samband R.K.-
félaganna skar upp herör og' fjöldi lækna og lijúkrunar-
liðs gaf sig fram og fór á vegum R.K. lil Kongó. Þátttakan
var almenn og frá mörgum löndum. R.K.-félög kristna
lieimsins lögðu fram stærsta skerfinn, en dýrmæt var
einnig þátttaka Rauða Hálfmánans meðal Múhameðstrú-
armanna og Rauða Ljóns og Sólarfélaganna, sem eru
samtök um R.K.-hugsjónina í Iran. Starf sjálfboðalækna
og bjúkrunarliðs á vegum R.K. var þjónusta, sem enginn
getur metið, sem þekkir ekki ástandið í sjúkráhúsmálum
Kongómanna á þessum árum.
Enn má segja merka sögu af R.Iv.-starfinu i átökunum
í Rizerta og Goa, og í Yemen var kallað lil R.K., að sjálf-
sögðu ekki árangurslaust. En undir árslokin 1962 var
kallað á R.K. að takast á hendur verkefni, sem lionum
hafði aldrei verið falið fyrr. Átökin um Kúbu voru lcom-
in á það stig, að upp úr gat soðið og styrjöld brotizt út á
hverri stundu. Þá sneru Sameinuðu þjóðirnar sér lil R.Iv.
sem eina aðilans er hjálpað gæti og afstýrt voðalegustu
tíðindum. R.K. var beðinn um að taka að sér það afar
vandasama hlutverk, að annast eftirlit með þvi, að ekki
væru langdræg atómvopn flutt með skipum, sem leyft
væri að sigla til Kúbu. Rauði Krossinn taldi sig ekki geta
skorazt undan þessum vanda, þótl utan við venjulegt
verksvið hans væri. Ilann gerði allar hugsanlegar varúðar-
ráðstafanir, svo að enginn grunur gæti fallið á hann fyrir
lilutleysisbrot. En storminn lægði áður en lil verulegra
aðgerða kæmi. En í þágu friðarins vildi R.K. vinna þetta
verk.
Heilbrigt líf
25