Heilbrigt líf - 01.12.1963, Qupperneq 31
uin mönnum andir merki sitt, eins og hér hefur verið
gert, emla er Jmð þrotlaust starf Rauða Krossins í 100
ár og árangur þess, sem hefur gert hann að því, sem
hann er, voldugustu líknarstofnun þessa heims.
Með vizku og lagni, eldmóði og þrautseigju braut-
ryðjendanna var komið á samstarfi þjóða á milli uni
mikilvæg mannúðarmál, og var það uppliafið að enn
víðtækari þjóðasanwinnu. Fórnfúsir sjálfboðaliðar
Rauða Krossins hættu lífi sínu við líknarstörf á vígvöll-
um eða inntu önnur hjálparstörf af hendi, þar sem neyð
ríkti. Mönnum um allan heim var gefinn kostur á
leggja fram skerf til stuðnings bágstöddum, og æ fleiri
hugsjónamenn lögðu hönd á plóginn.
Rauði Krossinn er nú virtur, dáður og elskaður af
milljónum manna, luinn er skjól særðra og sjúkra,
hungraðra og fatasnauðra, nauðstaddra og heimilis
lausra, hann er verndari stríðsfanga og hjálparstofnun
svo víðfeðm, að ríkisstjórnir sem einstaklingar um víða
veröld leita til hennar um aðstoð. Rauði Krossinn er á
sínu sviði stórveldi, óháð og sjálfstætt, sem jafnvel
slærstu þjóðir þurfa að taka lillit til, í stríði sem í friði.
Hann hefur verið sáttasemjari þjóða á milli og boðberi
friðar og mannúðar.
Starf hans og það bræðraþel, sem hann hefur kallað
fram um allt jarðríki, gefur fyrirheit um, að þjóðirnar
komi sér að lokum saman um bann við hvers lconar
styrjöldum og um leiðir lil að framfylgja því banni.
Þegar svo er komið, mun mannkynið hafa sýnt meiri
þroska en Ilenry Dunant taldi raunhæft að setja því
sem takmark fyrir hnndrað árum.
Rauði Kross íslands hefur nú starfað í 39 ár. Ilann
hefur á þessu tímabili tekið, eftir getu, þátt í starfi Al-
þjóða Rauða Krossins; hann hefur safnað fé lil bág-
staddra, rekið sjúkraskýli, annazt sjúkraflutninga,
Heilbrigt líf
29