Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 38
bóginn séu hér minni brögð að daglegum reykingum.
Yarla er ástæða til að ætla, að unglingarnir hafi gert
of mikið úr reykingum sínum. Verður því að álykta, að
af 13 ára unglingum séu rúmlega 3. hver piltur og rúm-
lega 6. hver stúlka byrjuð að reykja. Að fengnum þess-
urn niðurstöðum, þótti rétt að rannsaka, hvernig ástatt
væri i þessum efnum lrjá börnum yngri en 13 ára.
Könnun í barnaskólum.
í samráði við fræðslustjóra og viðkomandi skólastjóra
ákvað borgarlæknir þvi að gangast fyrir svipaðri könn-
un í 10 til 12 ára bekkjum i stærstu barnaskólum Reykja-
vikur og í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Yar ekki
talin þörf á að láta könnunina ná til yngri barna en 10
ára, þar sem ekki er gerandi ráð fyrir, að þau séu byrjuð
að reykja svo neinu nemi.
Könnun þessari var hagað likt og árið 1959. Prentuð
voru spurningaspjöld i tveimur litum, annar liturinn
fyrir pilta og hinn fvrir stúlkur, og litu spjöldin þannig út:
BORGARLÆKNIRINN
Revkjavík.
Könnun á reykingum barna í skólum,
i apríl 1962.
Aldur: ..........
1) Reykirðu sígarettur?
Nei, aldrei
Já
Undirstrika rétta svarið.
Ef þú reykir:
Hve margar á mánuði? ..........
IJve margar á dag? .........
2) Ilve mörg af bekkjarsystkinum þínum
þér kunnugt um að reyki?
Stúlkur........
Piltar........
er
36
Heilbrigt líf