Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 39
Könnunin fór fram fimmtudaginn 12. apríl 1962 í 10
barnaskólum, og eflir því sem við varð komið í síðustu
kennslustund i árdegisbekkjum og fyrstu kennslustund
síðdegisbekkjanna. Börnin vissu ekki, livað til stóð, fyrr
en kennarinn útblutaði spurningaspjöldunum, og brýnt
var fyrir þeim að láta ekkert kvisast til skólasystkina
sinna, sem koma áttu í skólann eflir hádegið og verða
kynnu á vegi þeirra.
Kennarinn útskýrði rækilega lilgang könnunar þessar-
ar og lagði áherzlu á, að svo væri um hnútana búið, að
enginn gæti fengið minnstu vitneskju um svar livers
einstaks barns. Spjöldin væru nafnlaus, þau yrðu öll sett
í eitl umslag fyrir hvern bekk að börnunum ásjáandi,
umslaginu lokað og það merkt nafni skóla og bekkjar og
síðan aflient borgarlækni til úrvinnslu. Börnin gætu því
allsendis óbrædd svarað öllum spurningum rétt og sam-
vizkusamlega, cn það væri nauðsynlegt skilyrði fyrir því,
að rannsóknin kæmi að tilætluðum notum.
Ekki varð annað séð, en að börnin brygðust vel við.
Af 3860 börnum, sem spjöld fengu, svöruðu 3832, en 28
skiluðu auðu, eða 0.7%.
Svörin voru misjafnlcga skilmerkileg, eins og vænta
mátti. Voru nokkur vandkvæði á að vinna úr þeim sam-
bærilegar niðurstöðutölur. T. d. svöruðu mörg börn ját-
andi spurningunni: „Reykirðu sígarettur?“, en skiluðu
auðu að öðru leyti eða skrifuðu 0 við spurningarnar:
>,Hve margar?“. Nokkur (19) börn kváðust „fikta“ við
að reykja, og voru þetta 13 10 ára börn, ílest (11) úr
einum og sama skóla, úr öðrum skóla 5, og af þessum
19 börnum var aðeins 1 stúlka. Þessi 19 börn eru ekki
talin með i tölu reykjandi barna. Og ef til vill hefði verið
rétt að flokka reykingar þeirra barna, sem svara með
núlli eða alls elcki spurningunni, hve margar sígarettur
þau reyki (dálkur ,,Ótilgreint“) einnig undir fikt.
Eins og sjá má á töflu I, eru hundraðstölur reykj-
andi barna sem hér segir:
Heilbrigt líj
37