Heilbrigt líf - 01.12.1963, Síða 43
Tafla II sýnir niðurstöður könnunarinnar eftir skól-
um. Eru þær næsta ólíkar, þannig að hundraðstala reykj-
andi barna er frá 3.0 upp í 24.1 hjá drengjum og frá 0
upp í 7.4 hjá stúlkum. Sá skóli, sem hefur hæsta hundraðs-
tölu, er hinn næstfámennasti (skóli E), og þar eru að-
eins 10 og 11 ára bekkir. Og af 25 nemendum, sem telja
sig reykja í þessum skóla, eru 17 i 10 ára hekk, en aðeins
8 í 11 ára bekk. Af þessum 17 í 10 ára bekk eru 12, sem
gefa ekki upp, hve margar sígarettur þeir reykja, og
mætti því ætla, að þar væri oftast um fikt að ræða, sem
næði ekki einu sinni 1 sígarettu á mánuði.
Ef reykingar barna i dálkinum „Ótilgreint“ eru flokk-
aðar undir fikt, lækkar tala reykjandi l)arna verulega,
en mismikið eftir skólum. Hundraðstölurnar i töflu I
líta þá þannig út:
Piltar Stúlkur
10 ára.............. 7.1 2.0
11 10.9 2.0
12 13.3 4.4
Meðaltal 10.(5 2.8
í skóla ,1 reykir engin stúlka af 193. Þetta er æði grun-
samlegt. Þó er vart hugsanlegt, að um nokkur samtök
hafi verið að ræða innan bekkja, og þvi síður á milli
bekkjardeilda, þar sem könnunin á að hafa komið börn-
unum að óvörum og svörin skrifuð undir eftirliti kennara.
Það, sem hér að framan er greint, bendir til þess, að
eitthvað kunni að hafa verið bogið við framtöl barn-
anna, ýmist of eða van. Eigi að síður gefur könnun þessi
nokkra bendingu um tíðleika reykinga meðal skólabarna.
Ekki er mikið að græða á upplýsingum barnanna um
tölu reykjandi bekkjarsystkina. Oftast eru þær tölur mun
lægri en þær, sem fram koma af eigin svörum barnanna.
Heilbrigt líf
41