Heilbrigt líf - 01.12.1963, Síða 46
Hins vegar er það staðreynd, að þegar börnin stækka,
fer mikilvægi mjólkurinnar siöðugt minnkandi og þörfin
fyrir fjötbreyttara mataræði vaxandi að sama skapi, og
þegar kemur fram á annað árið, er mjólkin ekki lengur
ómissandi þáttur í mataræði barnsins. Tilvera hennar í
mataræðinu er að vísu mikilvæg eftir sem áður, en ein-
ungis ef gætt er bófs í notkun hennar og hún kemur ekki
í stað annarrar tegundar, sem barnið þarf jafnmikið á
að halda.
Islenzkar mæður hafa nú orðið staðgóða þekkingu á
mataræði ungbarna, fyrstu 6—8 mánuðina og yfirleiít
cr börnum á þessum aldri gefin fjölbreytt fæða, enda úr
mörgu að velja í verzlunum landsins hin síðari ár. Má
fyrst og fremst þakka þessa þróun starfsemi barnadeildar
Heilsuverndarstöðvarinnar og fyrirrennara liennar, ung-
barnavernd Líknar.
En er líða tekur á fyrsta árið og hinu stöðuga ung-.
barnaeftirliti lýkur, er því miður allt of algengt að sjá
mataræðið verða einhæfara og mjólkina ná algerri yfir-
hönd yfir aðrar matartegundir. Ræður þar fyrst og fremst
vilji barnanna, því mjólk og skyr þykir þeim flestum
mata beztur og svelta sig biklaust fyrir þessar matar-
tegundir, þegar þau hafa vit lil þess, ef ekki er að gælt
og tekið ákveðið i taumana.
Það er sagt að eðlishvötin kenni dýrum merkurinnar
að velja þá næringu, sem líkamanum er holl og nauðsyn-
leg. Því miður verður það sama ekki sagt um mannanna
hörn, a. m. k. ekki á því aldurskeiði, sem hér um ræðir.
Fái hörnin að ráða með öllu sjálf, virðast þau oftar velja
það sem þeirn þykir bragðgott og auðvelt að kyngja, en
góðmetið reynist ekki alltaf að sama skapi bollmeti.
Algengustu afleiðingar af röngu, einhæfu mataræði
eru eftirfarandi:
1. Lystarleysi. 4. Magaverkir.
2. Vannæring. 5. Blóðleysi.
3. Hægðatregða.
44
Heilbrigt líf