Heilbrigt líf - 01.12.1963, Side 47
Ef hver liður fyrir sig er athugaður dálítið nánar, þá
beinist athyglin fyrst að lystarleysinu. Lystarleysi er ein
af algengari kvörtunum í starfi flestra barnalækna. Móð-
irin byrjar venjulega kvartanir sínar á eftirfarandi orð-
um: „Ég er í stökustu vandræðum með krakkann, hann
borðar ekki neitt og kokar við öllum mat, sem hann þarf
að tyggja. Það hlýtur að vera eitthvað að honum í iiáls-
inum.“ Þegar spurt er nánar um mataræðið og talið herst
að mjólkinni, svarar konan venjulega eitthvað á þcssa
leið. „Jú, mjólk þykir honum góð og skyr líka.“ Við nánari
eftirgrennslan kemur venjulega í Ijós, að barnið drekk-
ur á annan lítra af mjólk yfir sólarhringinn. Þegar
konan er spurð, hvort hún hal'i reynt að hafa hemil á
mjólkurþambinu svarar luin því venjulega til, að ekki
sé hægt að taka af barninu þá einu næringu, sem það vill.
Það leiðir af sjálfu sér, að barn, sem drekkur svona
mikla mjólk, hefur ekki mikið magarými fyrir mat lil
viðbótar.
Algengasta ástæðan fyrir þessu mikla mjólkurþambi,
er peladrykkjan. Ekki leikur vafi á því, að peli er 1
flestum tilfellum óheppilegur eftir eins árs aldurinn. Pela-
þambinu fylgir venjulega órólegur nætursvefn. Börnin
verða mjög þorstlát, þau eru alltaf að vakna tit að drekka.
Svo væta þau sig í sífellu, af öllu vökvaþambinu og vakna
einnig af þeim ástæðum. Til að koma þeim í svefn aftur,
er stungið upp í þau pela o. s. frv., einn endalaus víta-
hringur og auðvitað eru þessi börn orðin belgfull undir
morguninn og liafa enga lyst á morgunmatnum.
Hún er áberandi breytingin, sem verður á börnunum,
þegar pelinn er tekinn af þeim og mjólkin takmörkuð
verulega (ca. % lítri á sólarliring). Þau fara venjulega að
sofa vært og vcl alla nóttina og matarlystin eykst hröðum
skrefum í hlutfalli við minnkandi mjólkurmagn.
önnur algeng orsök til lystarleysisins á matmálstímum,
eru aukabitar milli mála, en það er því miður allt of
algengur ósiður hér á landi. Börnin eru á sífelldu rápi inn
Heilbrigt líf
45