Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 48
allan daginn, til að fá sér mjólkursopa, kex, jólaköku-
sneið eða brauðbita með þeim afleiðingum, að þegar kem-
ur að matmálstímum, er matarlystin farin veg allrar ver-
aldar. Aukabitarnir eru í sjálfu sér ágæt magafylli, en
ekki að sama skapi kjarnmikil næring, jafnvel ávextir
milli mála eru ekki til hollustu, ef þeir taka lystina frá
kjarnmiklum daglegum mat.
Það er einnig eftirtektarvert að foreldrar leggja mun
meiri áherzlu á magn fæðunnar en samansetninguna.
Yl'irleitt virðist fólk hafa mjög ákveðnar hugmyndir
um hve mikið magn börnin eigi að borða og er þá ekki
alltaf tekið tillit til hinna raunverulegu þarfa barnsins.
Börn eru mismunandi matlystug, ekki síður en fullorðn-
ir, og mjög mismunandi, hvað þau þurfa mikla næringu
lil eðlilegra líkamsþrifa.
Borði börnin eklvi Jjað magn af mat, sem fyrir fram
hefur verið talið liæfileg't fyrir þau, er allt of oft gripið
til þess ráðs, að dekstra þau, segja þeim sögur eða jafnvel
troða í þau matnum með valdi. Oftast hefur þetta þver-
öfug áhrif og eykur verulega á lystarlcysið.
Ég tel mjög miklivægt, að hrýna fyrir foreldrum, að
Jsað er ekki magnið sem mestu máli skiptir, heldur fjöl-
hreytnin.
Vannæringin af völdum lystarleysisins og lélegra mat-
arhátta er því miður of algengt fyrirbrigði hér á landi.
Vannæring birtist í mörgum ólíkum myndum. Það er
mikilvægt að muna að vannæringu fylgir ekki alltaf
þyngdartap. I sumum tilfellum horast börnin alls ekki,
heldur verða þau jafnvel hvapafeit. Stafar þetta af þvi
að mataræðið sér börnunum fyrir nægum kolvetnum, þó
ýmis önnur mikilvæg efni vanti. Þreyta, linja, eirðarleysi
og skapörðugleikar eru algeng einkenni vannæringar.
Vannærð börn eru oft eftirtektarsljó og eldri börnum,
sem vannærð eru, getur gengið illa í skóla af þeim ástæð-
um eingöngu.
Hægðatregða er algeng kvörtun hjá börnum, sem lifa
4.6
Heilbrigt líf