Heilbrigt líf - 01.12.1963, Qupperneq 53
lítt til þess fallinn að telja kjark í þann, sem hrýs hug-
ur við ábyrgðinni, sem tilvera harns leggur honum á
herðar, og þaðan af síður lil að hughreysta þann, sem
orðinn er leiður og aðþrengdur á þeim hömlum á per-
sónulegu frelsi, sem tilvera barns leiðir oft og einatt af
sér. Ég hcld, að mikið af slíkum misskilningi stafi af
því, að börn liafa verið meira rannsökuð og meira um
þau ritað en foreldra. Það mætti eins vel telja upp
skyldur barna við foreldra og rétl foreldranna gagnvart
börnunum á einstrengingslegan hátt. Það vill gleym-
ast, að bæði börn og foreldrar eiga sér tilverurétt og
hafa réttindum og skyldum að gegna hvort við annað.
Það er staðreynd, að sumum foreldrum lánast barna-
uppeldi vel og öðrum ekki, án þess að það standi í neinu
beinu sambandi við þekkingu þeirra á uppeldisfræði og
sálarfræði. í fljótu bragði virðast meira að segja marg-
ar kenningarnar vafasamar eða hæpnar. Ég held, að svo
sé yfirleitt ekki, heldur séu þær oft misskildar i notkun.
Foreldrar, sem sjálfir hafa ált farsæla bernsku, liafa
almennt misskilið minnst, því að betri skóli í barna-
uppeldi er ekki til en sá að hafa sjálfur verið barn á
góðu heimili. Slíkir foreldrar ala venjulega börn sín upp
á sama hátt og þau voru alin upp sjálf og venjulega með
jafngóðum árangri. Það eru þeir foreldrar, sem sjálfum
leið illa á bernskuskeiðinu og voru óánægðir með eigin
uppeldi, sem hættir til að misskilja hinar nýju kenn-
ingar og ruglast i ríminu. Þeim stendur oft Ijóst fyrir
hugskotssjónum, hversu neikvætt, þvingað og sektarbland-
ið tilfinningasamband þeirra var við eigin foreldra og
óska ekki eftir, að sín börn beri slíkar tilfinningar í
brjósti. Slíkir foreldrar hafa yfirleitt tekið hinum nýju
hugmyndum fegins hendi, en tiættir oft til að skilja þær
eftir eigin hentugleikum. Það er ósköp skiljanlegt, að
þeim hætti til að taka einstök atriði út úr heildinni eða
leggja i þau annan og meiri skilning en vísindin ætluð-
ust til. Hins vegar er það alltaf skaðlegt og stundum
Heilbrigt líf
51