Heilbrigt líf - 01.12.1963, Side 55
anum — á nákvæmlcga sama liátt og gerðist forðum,
þegar hún var varnarlaus gagnvart harðstjórn eigin for-
eldra. —
Ég lield, að ástæða sc til að tala frekar um sektar-
kenndina, því að hún virðist rugla dómgreind fleiri for-
eldra en nokkuð annað. Það er margt, sem getur valdið
sektarkennd. Tökum lil dæmis foreldri, sem gerir upp
á milli barna sinna. Auðvitað veit ég vel, að börn eru
misjöfn að eðlisfari, og það er elcki hægt að ætlast til,
að foreldrar beri nákvæmlega sönm tilfinningar til allra
harna sinna. Segjum, að foreldrið hafi nú fullan hug á
að gera börnunum sínum jafnt undir höfði í þeim skiln-
ingi, að það beri hag þeirra jafnt fyrir brjósti og vilji
leggja það af mörkum, sem til þarf, svo að öllum hörn-
unum megi farnast vel á lífsleiðinni, en finnist samt eilt
barnið sí-þreytandi og leiðinlegt, án þess þó að geta gert
sér grein fyrir, hvernig á því stendur og án þess að
barnið hafi sérlega unnið lil þess. Slíkt ástand er tiltölu-
lega algengt og kostar foreldrið venjulega mikið sam-
vizkuhit. Ástæðunnar er venjulega að leita djúpt i dul-
vitund foreldrisins. Oft og einatt hefur slíkt barn brugð-
izt á einhvern hátt framtíðardraumi foreldris síns. Það
getur hafa verið telpa í slað þess að hafa verið drengur,
eins og til stóð .... það getur hafa verið ófrýnilegt, í
stað þess að vera laglcgt .... það getur hafa komið á
óheppilegum tíma og gjörbreytt öllum framtíðaráætlun-
um foreldra sinna .... foreldrinu kann í örvæntingu
sinni að hafa dotlið í hug að losa sig á einhvern hátt
við þetta barn .... barnið getur haft skapgerðarein-
kenni, sem foreldrið hefur ált sérlega erfitt með að sæta
sig við í sjálfu sér eða einhverjum fjölskyldumeðlim
i uppvextinum. Svo mætti lengi telja. — Gáfnafar for-
eldrisins skiptir litlu máli, því að dulvitundin starfar
utan við yfirráðasvæði viljans og skynseminnar. Auð-
vitað vita allir, að börn eru ekki búin til eftir pöntun, en
engu að síður eiga sér allir framtíðardrauma fyrir sjálfa
Heilbrigt líf
53