Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 62
Gunnlaugur Snædal, læknir:
GREINiNG Á KRABBAMEINI í BRJÓSTI.
Grein þessi birt.ist í Hjúkrunarkvennablaðinu 1. tbl. 1958 XXXIV. árg.
og er hún hér birt með nokkrum minni háttar breytingum (Höf.)
I mörgum löndum Jicims er krabbamein í brjósti al-
gengast illkvnjaSra æxla lijá konum. Hefur það því verið
betur rannsakað en flestar aðrar tegundir krabbameins,
aJlt frá því er skipidagðar rannsólmir liófust á sjúkdómi
þessum, á siðari liluta nítjándu aldar. Enn þann dag í
dag ríldr þó alger óvissa um, Jivað veldur því, að ein-
stakar frumur eða frumuliópar taka að Jjreyta sér og
brjóta öll lögmál, sem gilda um byggingu, deilingu og
skipulegan vöxt fruma hinna ýmsu vefja líkamans. Eng-
in ráð eru þvi enn kunn, sem komið geta i veg fyrir að
krabbamein myndist. Meðan svo er, verður þvi áfram
að fylgja þeim meginreglum, sem nú eru kunnar varð-
andi lækningu sjúkdómsins, en þær eru skurðaðgerðir
og geislalækningar. Hjá annarri Iivorri eða báðum þess-
ara lækningaaðferða verður ekki komizt, þar sem slá má
því föstu, að krabbamein læknast ekki af sjálfu sér.
Mönnum hefur frá öndverðu verið ljóst, að það, sem
mestu máli skiptir við lækningu eða öllu heldur góðan
lækningaárangur á illkynja æxlum, er, að sjúkdómurinn
verði greindur á frumstigi, eða áður en meinvörp hafa
myndazt. Lækningaárangurinn stendur í beinu hlutfalli
við greininguna, því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, því
betri árangur.
Hér á landi er krabbamein í brjósti annað í lölu ill-
kynjaðra æxla hjá konum, aðeins krabbamein í maga
er tíðara.
Brjóstin eru eill þeirra svæða líkamans, sem auðveld-
60
Heilbrigt líf