Heilbrigt líf - 01.12.1963, Qupperneq 69
])á skal ekkert um það fullyrt, hverjir bera sökina. En
mundum við ekki allt til vinna, að þessar fórnir hefðu
ekki verið færðar? Hvað er hægt að gera lil að koma
í veg fyrir þessi umferðarslys á börnum?
Þegar umferðarmálin í höfuðhorg okkar eru athug-
uð, þá er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að þrált
fyrir stóraukna almenna menntun og tæknilegar fram-
farir, hefur umferðarmenningin orðið afturúr. Þetta
er að mörgu leyti skiljanlegt. Landið er strjálbýlt, híla-
öldin nýgengin í garð, borgin okkar er ung og borgar-
líf því nýtt af nálinni og þorri manna nýfluttur hingað
úr fámennum sveitum landsins. Fullorðna fólkið hcf-
ur ekki lært umferðarreglurnar, og umferðarmenningin
því á lágu stigi. „Hvað ungur nemur, gamall temur“,
segir máltækið. Börnin læra það, sem fyrir þeim er
haft. Það er ósjaldan sem sjá má föður eða móður ana
yfir mestu umferðargötur borgarinnar, með barn við
hlið sér, skeyta engu um hættuna af umferðinni og þver-
hrjóta allar umferðarreglur. í mörgum skólum lands-
ins eru börnum kenndar umferðarreglurnar, en væri
ekki full þörf á því að kenna þær einnig hinum full-
orðnu? Hversu lengi á það að viðgangast, að fullorðið
fólk hagi sér þannig í umferðinni, sem nú á sér stað —
fyrirlíti öll umferðarmerki, skásneiði akbrautir hvar
sem er, líli hvorki til hægri né vinstri, áður en það
fer yfir götu, gangi sem í leiðslu á akbrautum, skeyti
engu umferðarljósum og láti sem það varði ekkert um
umferðina? Meðan fullorðna fólkið bætir ekki ráð sitt
i ])essu efni, ])á er ekki von að börnin geri það, þegar
þau eru alin upp í því að fyrirlíta hættuna, sem yfir
þeim kann að vofa. Þegar þau svo komast til vits og ára
þá haga þau sér eins og hinir, þrátt fyrir viðleilni skól-
anna og yfirvaldanna. Foreldrar unna hörnum sínum
og þeir óska ekki eftir því að börn þeirra limlestist eða
l)íði fjörtjón i straumiðu umferðarinnar. Það er því ekki
Heilbrigt líf
67