Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 81
flugvélum eða öðrum flutningatækjum og á ýmsan
annan hátt. Njóta félögin nijög mikils álits alþjóðafé-
lagsins, sem felur þeim mörg vandasöm trúnaðarstörf,
enda liafa félögin úrvalsmönnum ó að skijia.
í Helsingfors gafst jafnframt tækifæri lil að kynnast
R.K.-starfseminni þar. Mesta athygli vakti blóðhanki,
stór og nýtízkulegur, og blóðgjafastarfsemi, afar vel
skipulögð, sjúkrahús fyrir lýtameðferð eða plastiskar að-
gerðir, og klúbbstarfsemi fyrir gamalt fólk.
I Svíþjóð var og' margt markvert að sjá. Ber helzt að
nefna hjúkrunarkvennaskóla R. K., frábærlega vel útbú-
inn bíl til blóðtöku og blóðsöfnunar, vinnuþjálfun sjúkra
og fatlaðra, útlán sjúkragagna og tilhögun R.K.-starf-
seminnar sænsku, sein er mikið fyrirtæki.
Fulltrúar R. K. I. voru meðal heiðursgesta við seln-
ingu Rauða kross vikunnar í Noregi. Var sú atliöfn afar
hátíðleg, fór fram í hinni fornfrægu Hákonarliöll í
Bergen, að viðstöddum Haraldi krónprins Norðmanna,
og hvíldi yfir athöfninni helgiblær. Bræðrafélög okkar
á Norðurlöndum hafa Iiverl sína R.K.-viku, þar sem
starfsemin er kynnt á ýmsan hátt vikuna út, nýjum
félagsmönnum safnað og margvíslegar fjáröflunarleið-
ir farnar. Er þáttur kvenna áberandi mikill i öllu þessu
starfi.
í Noregi gaf enn fremur að Iíta m. a. tvær fyrirmynd-
ar stofnanir, sem R. K. hafði komið upp: fávitahæli fyr-
ir 300 vistmenn og dagheimili og skóla fyrir 20 „spastisk“
börn. Þá starfa innan R. K. í Noregi, eins og í hinum
löndunum, deildir, sem „sjúkravinir“ (patientvenner)
kallast. Eru það konur, sem að undangengnu stuttu
námskeiði taka að sér að heimsækja einmana sjúkling
eða gamalmenni, einu sinni í viku eða svo, rabba við
liann, lesa fyrir hann, skrifa bréf, útvega bækur eða
sýna vinarhug á annan hátt. í Oslóar bönkum eru bóka-
kassar, útbúnir eins og sparibankar með R.K.-merkinu
Heilbrigt líf
79