Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 84
mjólkurgjafastöðvum í Alsir. Þetta framlag íslendinga
vakti mikla athygli í Genf og viðar, svo sem bréf aðal-
framkvæmdastjóra Alþjóða Rauða krossinn til R. K. t.
og annarra R.K.-félaga her með sér.
Bræðrafélögin á Norðurlöndum liafa ákveðið að hefja
sameiginlegt hjálparstarf í einhverju af hinum svo-
nefndu vanþróuðu rikjum í Afríku, sennilega Nígeríu,
og mun hjálpin aðallega verða fólgin í fræðslustarf-
semi. Hafa norrænu félögin óskað þess eindregið, að
R. K. í. taki þátt í þessu hjálparstarfi, og þyrftum við
ekki að leggja fram nema sýndarupphæð (et symbolsk
líelölj) í þessu skyni. Stjórn R. Iv. í. ákvað að vera með
í starfinu, og er málið í undirbúningi.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í vor
út hljómplötu með mörgum heimskunnum skemmti-
kröftum, og mun ágóðanum varið til hjálpar landflótta
fólki. Fyrir milligöngu Alþjóða Rauða krossins tók
R. K. í. að sér að flytja inn og annast dreifingn á hljóm-
plötunni hérlendis og hefur gert þetta endurgjaldslaust.
Selzt hafa hér um 2000 eintök af hljómplötunni, sem er
mjög mikið meira en áður hefur þekkzt hér á landi.
Sem þakklætis- og viðurkenningarvott fyrir þa@, hve
vel Islendingar hafa lagt lið þessu málefni og enn frem-
ur Alsír-söfnuninni, ákvað Flóttamannastofnunin, að
milljónasta eintak, sem framleitt var af hljómplötunni,
skyldi selt á Islandi og há verðlaun veitt kaupandanum.
Flreinn ágóði af sölu plötunnar hér er þegar kominn á
fimmta hundrað þúsund krónur.
Um jólaleytið urðu á Isafirði og í Flólmavík húsbrun-
ar, og urðu fjórar fjölskyldur fyrir miklu tjóni, en þær
voru fátækar fyrir. Stjórn R. K. 1. beitti sér fyrir söfnun-
um á nefndum stöðum og' i Reykjavík. Söfnuðust sam-
tals tæplega 62 þúsund krónur, sem skiptust að kalla jafnt
á milli hæjanna, en Isafjarðardeild R. K. og séra Andrési
Ólafssyni í Hólmavík var falið að úthluta fénu.
82
Heilbrigt líf