Heilbrigt líf - 01.12.1963, Side 85
Vegna sjóslysa, sem orðið hafa hér við land í vor,
liafa nokkrir menn, aðallega úr prestastétt, gengizt fyr-
ir söfnun til ágóða fyrir aðstandendur. R. K. í. lagði
fram 10 þús. krónur í söfnun þessa, sem samúðarvott
með þeim, sem eiga um sárt að binda.
Fjáröflun.
Eins og áður er sagt gaf R. K. 1. út tvö jólakort í
sambandi við Alsírsöfnunina. Heildarsalan nam tæp-
um 38 þús. krónum, en talsverl er enn eftir af kortum,
og gengur andvirði þeirra hér eftir í Hjálparsjóð R. K. í.
Fyrir síðustu jól gekkst R. K. 1. fyrir leikfangabazar
í Reykjavík. Tekjuafgangur varð nær 30 þús. krónur.
Rauði krossinn hefur um áratugi ekið slösuðu fólki
af slysstað endurgjaldslaust í sjúkrahílum sínum og veitt
ótal sjúklingum mikinn afslátt af flutningsgjaldi. Stjórn
R. K. 1. sneri sér til Tryggingarstofnunar ríkisins og lil
nokkurra hifreiðatryggingafélaga, vakti athygli á þessu,
sýndi yfirlit yfir sjúkraflutninga í Reykjavík og fór
fram á, að nefndar stofnanir greiddu til Rauða krossins
ákveðna upphæð hver á ári sem umbun og viðurkenn-
ingu fyrir þessa þjónustu. Tryggingarstofnun ríkisins
liefur lieitið að greiða 30 þús. krónur á ári og Almennar
tryggingar, Samvinnutryggingar og Sjóvátryggingarfé-
lag fslands um 20 þús. krónur hvert árlega.
Rauðci kross frímerki.
í framhaldi af hréfi l'rá 25. marz 1961 (sjá síðustu
ársskýrslu) átti sljórn R. K. í. nokkrar viðræður við
póst- og símamálastjóra, Gunnlaug Briem, um útgáfu
Rauða kross frímerkis í sambandi við 100 ára afmæli
AlþjóSa Rauða krossins, sem haldið verður hátíðlegt
1. sept. n.k.
Tók póst- og símamálastjóri málinu vel, og hefur nú
verið gengið endanlega frá teikningum af tveim frímerkj-
um, sem gefin veiða út í samhandi við afmælið. Yfir-
Heilbrigt líf
83