Heilbrigt líf - 01.12.1963, Page 88
an árangur. Aðeins 10 menn utan Reykjavíkur tóku þátt
í námskeiðunum og þeir hafa lítið kennt öðrum. Til
eru þó undantekningar. Fulltrúi Húsavíkurdeildar R. K.
hefur s.l. vetur kennt á 5. hundrað manns blástursað-
ferðina, m. a. slökkviliði, björgunarsveit og undantekn-
ingarlaust öllum nemendum barna- og unglingaskóla,
og verður þetta endurtekið árlega. Auk þess hafa nokkr-
ir menn numið aðra þætti í hjálp í viðlögum.
Þessu verkefni liefur einnig sýnt mikinn áhuga Vest-
mannaeyjadeild R. K. Hún hefur og á mjög drengileg-
an liátt veitt annarri deild, Revkjavíkurdeildinni, mikil-
væga aðstoð, er einn af sjúkrabílum þeirrar deildar
eyðilagðist í árekstri.
Akureyrardeildin hefur tekið upp, í samvinnu við
aðra aðila, sjúkraflutninga í flugvélum, auk flutninga
í sjúkrabílum. í flugvélum voru fluttir 54 sjúklingar á
starfstímabilinu.
Ólafsfjarðardeild R. K. hefur stofnað unglingadeild,
sem miklar vonir eru tengdar við.
Reykjavíkurdeildin hefur samþykkt að stofna kvenna-
deild. Hún hefur aukið sumardvalastarfsemi sína og er
eins og áður mikilvirk í kennslu í hjálp í viðlögum,
heldur fjölmenn námskeið tvisvar á ári.
86
Heilbrigt líf