Úrval - 01.09.1942, Side 2
Til lesendaiina — og t'rá þeim.
(Upphaf á öftustu kápusíðu).
JIÆÖRGUM bréfritaranna verð-
*** ur tíðrætt um efnisvalið og
hníga skoðanir þeirra í því efni
mjög í sömu átt.
Sem dæmi má taka kafla úr
bréfi frá J. B. frá Siglufirði:
„.... Vísindagreinarnar þótti
mér beztar .... Um stjórnmála-
greinarnar er það að segja, að
ég vil biðja ykkur að hafa sem
minnst af þeim, einkum greinum
um stríðið (þó eru greinarnar
„Leyndardómur þýzka hersins“
og „Þúsundir vísindamanna að
baki Hitlers“ góðar) .... Úrval
hefir góða aðstöðu til að flytja
islenzkum lesendum það bezta,
sem skrifað er í erlend tímarit.
Þess vegna finnst mér, að Urval
eigi að flytja góðar greinar, sem
islenzkir lesendur hafa ekki að-
stöðu til að notfæra sér. Stjórn-
málagreinar eru hins vegar svo
víða á boðstólum í íslenzkum
blöðum og tímaritum, að enginn
hörgull er á þeim.
Það er merkilegt, hve lítið af
vísindagreinum (greinum um
framfarir í vísindum o. þ. h.)
hefir birzt í íslenzkum timarit-
um, einkum þegar tekið er tillit
til þess, að þjóðin er yfirleitt
hneigð fyrir slíka hluti, og þið
megið vera vissir um, að íslenzk-
ir lesendur meta slíkar greinar
meira, en bollaleggingar um,
hvorir vinni stríðið .... “
J]M SKRlTLUR og annað
smælki heftisins skrifar L.
S., frá Reykjavík:
„Ég skrifa yður þessar línur
aðeins til þess að þakka yður
fyrir skrítlumar, sem birtust í
fyrsta hefti Úrvals.
Ég minnist ekki að hafa séð
svona ágætt safn af skrítlum í
nokkru íslenzku tímariti eða
blaði. Það vantar ekki, að nóg
er af slíku dóti, en flest allt ber
með sér, að það er notað ein-
göngu til að fylla upp í eyður —
kastað höndunum til þýðingar-
innar, því að flestar eru þær
þýddar, og lítið skeytt um að ná
hinum rétta stíl. Ef Úrval flyt-
ur alltaf svona góðar skrítlur,
þá eru þær einar þess virði, að
borgað sé fyrir þær fimm
krónur.“
C KKI er rúm til að birta útdrætti úr fleiri bréfum að sinni, en
vér vonum, að lesendumir láti ekki hér staðar numið, heldur
haldi áfram að skrifa um áhugamál sin í sambandi við Úrval.
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson. Afgreiðsla og ritstjóm Kirkjustræti 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út fjórum sinnum á ári. Verð kr.
5,00 hvert hefti. Utanáskrift tímaritsins er: Úrval, pósthólf 365
Reykjavík. — Sent til áskrifenda út um allt land gegn póstkröfu.
Prentað i Steindórsprenti h.f.