Úrval - 01.09.1942, Page 9
ANDSPÆNIS DAUÐANUM
7
sprengmgarnar ekki ógna okk-
ur lengur, heldur freista. I hvert
skipti í svo sem brot úr sekúndu,
fannst mér flugvélin vera að
springa í tætlur; en ávalt lét
hún aftur að stjórn og ég náði
tökum á henni eins og ökumað-
ur nær taumhaldi á hestum sín-
um. Ég náði mér aftur og fögn-
uður fór um huga minn. Ég
fann aðeins tfl ótta þannig, að
það var eins og ég stirðnaði upp
við sprengingarnar, en strax á
eftir streymdi fagnaðarbylgja
um mig allan. Mér hefði fyrst
átt að bregða, svo hefði óttinn
átt að gagntaka mig og loks
hefði mér létt aftur. En við
sprengingarnar hrá mér aðeins
og létti strax aftur. Millistigið,
óttann, varð ég ekki var við.
Undursamlegur fögnuður
gagntók mig. Með hverri sek-
úndu, sem leið, var eins og ég
væri að öðlazt lífið á ný — með
hverri sekúndu varð lífið ljós-
ara og greinilegra fyrir mér. Ég
var lifandi — ég lifði. Ég var
drukkinn af lífi, ef svo mætti
segja. Það er oft talað um „hita
orustunnar" — það væri rétt-
ara að tala um „hita lífsins“.
,,Það væri gaman að vita,“
hugsaði ég með mér, „hvort
Þýzkararnir þarna niðri, sem
eru að skjóta á okkur, vita, að
þeir eru að skapa í okkur nýtt
líf.“ —
Við höfðum lokið athugunum
okkar. Ég beitti flugvélinni upp
á við aftur, upp til skýja.
Brátt flugum við gegnum
fyrsta skýjaþykknið. Svo lukt-
ist þokan um okkur, og mér
hlýnaði um hjartaræturnar líkt
og húsmóður, sem hefir verið
úti að verzla og er farin að
hugsa um hin gómsæta miðdeg-
isverð, sem hún ætlar að gæða
heimilisfólki sínu á. Því að nú
er ég á heimleið. —
Þegar ég kem til baka, mun
Alias majór spyrja mig spjör-
unum úr. En það, sem ég kem
með úr þessum leiðangri, er ekki
þess eðlis, að unt sé að gefa
um það skýrslu. Útlit mitt mun
bera vott um vanlíðan, og þó
líður mér ekki illa. Slíkt ástand
heyrir fortíðinni til. Það hvarf
mér á þeirri stundu, er sprengj-
urnar tóku að springa allt í
kring um flugvélina. Ef ég hefði
snúið við einni sekúndu fyrr,
myndi ég aldrei hafa lært að
þekkja sjálfan mig.