Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 9

Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 9
ANDSPÆNIS DAUÐANUM 7 sprengmgarnar ekki ógna okk- ur lengur, heldur freista. I hvert skipti í svo sem brot úr sekúndu, fannst mér flugvélin vera að springa í tætlur; en ávalt lét hún aftur að stjórn og ég náði tökum á henni eins og ökumað- ur nær taumhaldi á hestum sín- um. Ég náði mér aftur og fögn- uður fór um huga minn. Ég fann aðeins tfl ótta þannig, að það var eins og ég stirðnaði upp við sprengingarnar, en strax á eftir streymdi fagnaðarbylgja um mig allan. Mér hefði fyrst átt að bregða, svo hefði óttinn átt að gagntaka mig og loks hefði mér létt aftur. En við sprengingarnar hrá mér aðeins og létti strax aftur. Millistigið, óttann, varð ég ekki var við. Undursamlegur fögnuður gagntók mig. Með hverri sek- úndu, sem leið, var eins og ég væri að öðlazt lífið á ný — með hverri sekúndu varð lífið ljós- ara og greinilegra fyrir mér. Ég var lifandi — ég lifði. Ég var drukkinn af lífi, ef svo mætti segja. Það er oft talað um „hita orustunnar" — það væri rétt- ara að tala um „hita lífsins“. ,,Það væri gaman að vita,“ hugsaði ég með mér, „hvort Þýzkararnir þarna niðri, sem eru að skjóta á okkur, vita, að þeir eru að skapa í okkur nýtt líf.“ — Við höfðum lokið athugunum okkar. Ég beitti flugvélinni upp á við aftur, upp til skýja. Brátt flugum við gegnum fyrsta skýjaþykknið. Svo lukt- ist þokan um okkur, og mér hlýnaði um hjartaræturnar líkt og húsmóður, sem hefir verið úti að verzla og er farin að hugsa um hin gómsæta miðdeg- isverð, sem hún ætlar að gæða heimilisfólki sínu á. Því að nú er ég á heimleið. — Þegar ég kem til baka, mun Alias majór spyrja mig spjör- unum úr. En það, sem ég kem með úr þessum leiðangri, er ekki þess eðlis, að unt sé að gefa um það skýrslu. Útlit mitt mun bera vott um vanlíðan, og þó líður mér ekki illa. Slíkt ástand heyrir fortíðinni til. Það hvarf mér á þeirri stundu, er sprengj- urnar tóku að springa allt í kring um flugvélina. Ef ég hefði snúið við einni sekúndu fyrr, myndi ég aldrei hafa lært að þekkja sjálfan mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.