Úrval - 01.09.1942, Síða 10
Samfélag rnaniia og' maura
— hvort er fullkomnara.
Líttu til mauranna!"
Kafli úr bókinni „Books and Habits“
eftir Lafcadio Hearn.
DR HÆGT að hugsa sér sam-
félag, þar sem siðferði
þegnanna væri á svo háu stigi,
að ekkert syndsamlegt, jafnvel
ekki hugrenningarsynd væri til ?
Getið þér ímyndað yður sam-
félag, þar sem ekkert óheiðar-
legt væri til, af því að enginn
þegnanna gæti framið neitt
slíkt; samfélag, þar sem ekkert
óskírlífi væri til, af því að eng-
inn þegnanna gæti drýgt hór,
jafnvel í hjarta sínu; samfélag,
þar sem hvorki væri til öfund,
metorðagirnd né reiði, af því að
slíkar ástríður væru óþekkt
fyrirbrigði; samfélag, þar sem
óhugsandi er, að allir geri ekki
skyldu sína eða elski ekki ná-
ungann. Og það, sem meira er,
að iðkun slíkra dyggða væri
aldrei erfið, heldur sífelld upp-
spretta gleði og hamingju; sam-
félag, þar sem allir þessir eigin-
leikar væru orðnir arfgeng eðlis-
hvöt?
Er nokkur leið að ímynda sér
samfélag í líkingu við þetta ? Ég
segi yður, að slíkt samfélag er
þegar til í þessum táradal, sem
vér köllum jörð. Samfélag þetta
er hjá þeim flokki dýra, sem
vér köllum skordýr. Margra ára
vísindalegar rannsóknir á lífi og
eðli mauranna hafa leitt í ljós,
að samfélagsþroski þeirra
maurategunda, semhæststanda,
er í fullu samræmi við það, sem
hér hefir verið lýst á undan. Af
knýjandi ytri ástæðum nær iðk-
un þessarra dyggða þó ekki
út fyrir samfélag mauranna
sjálfra. Maurarnir heyja stríð
utan sinna Iandamæra. Ef svo
væri ekkí, gætum vér kallað
maurana siðferðilega alfull-
komnar verur.
Maurarnir eru svo gáfaðir, að
ekki getur talizt fráleitt að lýsa
félagsháttum þeirra sem hlið-
stæðu við samfélag manna. Ger-
um oss þá í hugarlund samfélag
eintómra kvenna, sem vinna dag
og nótt við að byggja, grafa