Úrval - 01.09.1942, Side 20
18
ÚRVAL
búðarstúlkna á fund við þýzka
hermenn um sex-sjöleytið á
kvöldin. Þar sem stúlkur þessar
eru venjulega soltnar og eiga
hungraðar fjölskyldur heima
fyrir, ofurselja þær gjarnan
líkama sinn, fái þær í staðinn
matarögn eða skömmtunarseðil
fyrir kjötbita.
Ég hefi aðstöðu til að skýra
frá einni af aðferðum Þjóðverja
við „endurskipulagningu hjú-
skaparmálanna í Frakklandi,"
eins og próf. Gross kemst að
orði. Frásögnum þeim, sem ég
hefi aflað mér eftir nokkrum
mismunandi leiðum, ber saman í
því sem næst öllum atriðum, svo
að óþarft er að efast um sann-
leiksgildi þeirra. Fyrir nokkr-
um mánuðum voru allar skóla-
stúlkur í hinum hernumda hluta
landsins rannsakaðar af svo-
nefndum „þýzkum læknanefnd-
um“ undir því yfirskyni að at-
huga þyrfti hvort efnasambönd
fæðunnar, sem þær neyttu, væru
hlutfallslega rétt. Skömmu eftir
rannsóknirnar var vissum hluta
þeirra fyrirskipað að koma til
viðtals á heilbrigðismálaskrif-
stofu Þjóðverja í París.
Er þangað kom, voru þeim
fengin vistleg herbergi til íbúð-
ar, venjulega í fyrrverandi
vændiskvennahúsum. Daglega
var dálitlum hópi þeirra stefnt
saman á tiltekinn stað og þeim
boðið að afklæða sig, vegna
rannsóknar, er á þeim þyrfti að
gera. Þær hlýddu, óafvitandi.
þess, að ungir, þýzkir yfirmenn
í hernum stóðu á bak við skil-
rúm úr dökku gleri og sáu allt,
sem fram fór. Að því búnu létu
hermennirnir uppi um kjör sitt,
og var ungu stúlkunum ráðstaf-
að í hendur þeirra. Eftir fyrsta
samfundinn var þeim svo haldið
undir eftirliti, þar til víst var,
að þær væru með barni. Þá voru
þær sendar heimleiðis aftur með
fyrirmælum um, að aðvara
þýzku yfirvöldin þar um að láta
í té nauðsynlega læknishjálp og
veita móður og barni fjárhags-
legan stuðning. I hverju tilfelli
hafði ættstofn þeirra stúlkna,
sem í „lukkupottinn“ duttu,
verið vendilega athugaður, svo
að öruggt væri að ekki fyrir-
fynndist með þeim snefill af
gyðingablóði eða öðru því, sem
ómaklegt telst.
Frásögur af þessu tagi verða
fyrst trúanlegar, þegar gerður
er samanburður á þeim og hin-
um „vísindalegu" skrifum, svo
sem eftirfarandi tilvitnun ber
með sér, en hún er tekin úr grein