Úrval - 01.09.1942, Side 31
LEYNIVOPN JAPANA
29
astnefndu framleiddu mjög
sterka tegund af ópíum.
En þegar Japanir lögðu undir
sig Mansjúríu árið 1931 tóku
hershöfðingjar þeirra eftir
tvennu sérstaklega: Þær sveit-
ir Mansjúríuhersins, sem notuðu
mest ópíum urðu jafnan fyrst-
ar til að flýja eða gefast upp,
og eiturlyf janeytendur meðal
almennra borgara sýndu jafnan
minnstan mótþróa. Þarna var
því ágætt ráð til að draga þrek
og mátt úr hinni sigruðu þjóð og
japanski herinn var ekki lengi
að hagnýta sér það.
Öll lög, sem bönnuðu ræktun
og neyzlu ópíums, voru þegar í
stað felld úr gildi. Þegar bænd-
ur neituðu að taka upp ræktun
ópíums, setti herstjórnin ný lög,
er voru á þá leið, að framvegis
skyldi greiða alla skatta í óunnu
ópíum.
Bændurnir höfðu því um
tvennt að velja, rækta ópíum eða
flosna upp af jörðum sínum!
En Japönum fannst það taka
of langan tíma fyrir menn að
verða þrælar ópíumsins, svo að
þeir hófu framleiðslu annarra
tegunda, sem menn vöndust
fljótar á. Verksmiðjur voru
stofnaðar í Harbin og Dairen,
sem breyttu óunnu ópíum í
morfín og heroín. Fjöldi eitur-
lyfjasala var fluttur inn frá
Kóreu og þeirra hlutverk var að
reka reykingagrenin, sem máttu
starfa fyrir allra augum, þar
sem Japanir réðu, og „lyfja-
búðir“, sem urðu á svipstundu
þrisvar sinnum fleiri en hrís-
grjónabúðirnar. Ný tegund
vindlinga kom á markaðinn,
ódýrari en kínverskar tegundir
og í þeim var heroín-skammtur.
Nú breiddist eiturlyfjanotkunin
út eins og eldur í sinu.
Að áliti þeirra yfirvalda
Bandaríkjanna, sem berjast
gegn eiturlyf junum þar í landi
koma níu tíundu allra ,,hvítra“
eiturlyfja frá Japan.
Suzuki og Mitsui bankafélög-
in lögðu peninga í byggingu
verksmiðjanna, sem breyttu
eitrinu, og þau urðu himinlifandi
yfir því, hversu fjárframlög
þeirra gáfu mikla vexti. Þau
lögðu að stjórninni, að ná á sitt
vald eiturlyfjamarkaðinum í
heiminum. Stjórnin stóðst ekki
freistinguna og hernum var
veitt óskorað vald til að fram-
leiða og dreifa eitrinu. Á árun-
um 1933 til 1937 tólffaldaðist
það landssvæði, sem tekið var
undir ópíumrækt.
En japanska herstjórnin var